Um daginn fékk ég alveg yndislega fallega gjöf sem gladdi hjarta mitt mikið – það þarf stundum ekki meira til en einn ofurkrúttlegan múmínálf til að gleðja mig. Ég fékk sumarbollann og skál í stíl frá mínu uppáhalds múmín og nú ætla ég og múmínálfarnir að gleðja einn heppinn lesanda með þessu undurfallega setti sem er fullkomið fyrir sumarið!
Ég hef bara verið að safna múmínnbollum svona stöðugt, ég á svo auk þess þónokkrar skemmtilegar vörur með álfunum en ég á bara eina skál. Nú þegar önnur hefur bæst í safnið langar mig í fleiri helst alveg nóg af þeim til að geta boðið gestum uppá desert í í matarboði. Svo hefði ég ekkert heldur á móti kökudiskum! Úff þetta er slæmt en þetta er bara svo fallegt og það er svo gaman að safna þessu. Svo dauðlangar mig í flotta safakönnu frá moomin fyrir sumarið helst þessa HÉR.
Hér sjáið þið glæsilega sumarsettið sem gladdi mitt hjarta, í ár heitir sumarbollinn Moment on the Shore. Eins og alltaf er stellið bara framleitt í takmörkuðu upplagi og mér heyrðist um daginn að þessi væri bara að rjúka úr hillunum en ég þekki það ekki alveg sjálf. En hann á að fást á sölustöðum múmín hér á landi eins og í iittala búðinni í Kringlunni, DUKA, Suomi Prkl og hjá Þoresteini Bergmann svo ég nefni einhverja staði.
En hverjum langar í?! – Það sem þið þurfið að gera til að taka þátt er að…
1. Deilir þessari færslu á Facebook með því að ýta á deila takkann hér fyrir neðan.
2. Skrifar í athugasemd við þessa færslu hver þinn uppáhalds múmín karakter er.
3. Auka en ekki skylda – smella á like takkann á REYKJAVÍK FASHION JOURNAL Á FACEBOOK:)
Ég veit ég hef beðið um þessar upplýsingar áður en mér finnst svo gaman að sjá hverjir eru uppáhalds og afhverju – svona er að vera hugfangin af múmínálfum! Ég dreg svo út sigurvegara á þriðjudaginn.
Gleðilegt múmínsumar***
EH
p.s. ég auglýsi svo enn aftur eftir eiganda rauða Míu bollans sem vann hann hjá mér síðast, hér situr hann og býður enn eftir eigandanum sem þið sjáið hér – vonandi sér hún Hjördís þetta og sendir mér þá línu á ernahrund(hjá)trendnet.is!
Skrifa Innlegg