fbpx

Fyrir bumbukrílið til styrktar Líf

Lífið MittMeðgangaTinni & Tumi

Það verður sko ekki nógu oft sagt að önnur meðgangan er sko allt öðruvísi en sú fyrsta. Á þessum tíma þegar ég gekk með Tinna voru komnar stæður af fatnaði fyrir litla herramanninn og allt útplanað með öll húsgögn og staðsetningar á þeim. Það sama má svo sannarlega ekki segja með þetta kríli en móðirin er svo pollróleg yfir komu næsta barnsins og mér líður svo vel. Ég er í engu stressi og hér er allt til, svo ef barnið er strákur þá er sko alveg allt til og ef barnið er stelpa er nægur tími til að safna fallegu dóti fyrir dömuna.

Ég stóðst þó ekki mátið um daginn þegar ég kíkti við inní Ígló og Indí í Kringlunni um daginn og þar blasti við mér veggur af glæsilegum pandafatnaði úr lífrænum efnum. Fyrir ykkur sem kannski ekki vitið það þá eru pandabirnir í miklu uppáhaldi hjá okkur fjölskyldunni. Fyrsta flíkin sem Tinni Snær fór í var einmitt pandasamfella og ég tel líklegt að krílið í kúlunni muni líka nota hana fyrst af öllu. En á veggnum var æðisleg pandasamfella og það besta er að hluti af ágóða við sölu hennar rennur í eitt af mínum uppáhalds styrktarfélögum Líf svo ég keypti hana að sjálfsögðu!

Screen Shot 2015-05-10 at 12.37.22 PM

Ég hef áður náð að safna með ykkar hjálp og gefa í Líf og mér þykir svo dásamlegt að geta gefið til baka og þakkað fyrir mig. Ég get ekki lofað starfsfólki Kvennadeildar Landspítalans nóg og fólkið sem stendur á bakvið Líf vinnur mikilvægt og óeigingjarnt starf sem nýtist svo mörgum.

Þið vitið mörg hver fæðingarsöguna mína, dramatíkina sem ég upplifði og björgunina sem mér fannst ég fá frá konunum uppá deild. Þær eiga allan þann stuðning sem ég get gefið þeim skilið og meira til því ég er hvergi hætt. Einn daginn ef það býðst mun ég kannski fá að taka þátt í starfi styrktarfélagsins Líf og þegar það tækifæri kemur segi ég hátt og snjallt já svo lengi sem tími er til að sinna því af heilum hug.

Að lokum þó það sé ef til vill ekki beint tengt þessari samfellu þá langar mig að skila kveðju til allra ljósmæðranna sem lesa síðuna mína. Ég vil bara að þið vitið að ég er með ykkur í liði og styð frekari verkfallsaðgerðir af heilum hug. Þið vinnið svo ofboðslega fallegt og gott starf, standið þétt við bakið á okkur óléttu konunum, róið okkur niður þegar við þurfum á því að halda, bjargið geðheilsunni okkar fyrir og eftir fæðingu, takið á móti því allra dýrmætasta sem við eigum í heiminum og þið eigið skilið allt það besta og meira til.

Ég hvet ykkur eindregið til að næla ykkur í þessa gersemi ef þið eigið von á kríli, vantar sængurgjöf, skírnargjöf eða viljið bara gleðja einhvern nákominn ykkur með fallegri gjöf sem gefur áfra. Frábært framtak hjá Ígló & Indí!

Njótið dagsins kæru vinir – þessa stundina ætla ég að vera að gæða mér á gómsætum brunch á Apótekinu með uppáhalds Trendnet fólkinu mínu, fylgist með á snapchat – ernahrundrfj

EH

Viðtalið í Vikunni - ef einhver vill lesa :)

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Svart á Hvítu

    17. May 2015

    Bjartur á einmitt svona fína samfellu líka sem hann fékk gefins, get ekki beðið eftir að hann passi í hana:) Vissi þó reyndar ekki að salan væri til styrktar Líf, en mjög gott að vita:)
    -Svana