fbpx

Sumarilmir ársins 2014

Dolce & GabbanaÉg Mæli MeðEstée LauderFallegtIlmirSnyrtibuddan mínSS14Trend

Mér datt í hug að taka saman nokkra af frábæru sumarilmvötnunum sem eru nú fáanleg á Íslandi. Samkvæmt veðri síðustu daga er svo sannarlega komið vor og sumarið nálgast óðum. Ég elska vorið það er svo gaman að fylgjast með náttúrunni breytast og sjá kraftana sem búa í henni – ég elska vorið og af sömu ástæðum elska ég haustið.

Hér sjáið þið sumarilmina sem ég hef fjallað um áður og sem ég kem til með að fjalla betur um á næstu dögum og vikum. Ég tek þá bara fyrir eftir röðinni sem þeir birtast – ég raðaði þeim bara alveg random upp :)

Screen Shot 2014-05-13 at 10.48.33 AM

Dolce frá Dolce & Gabbana – þið ættuð nú að kannast við þennan en þetta er sumarilmurinn sem hentar mér lang best og ég nota nánast daglega. Virkilega góður blómailmur og flaskan finnst mér alveg dásamleg. Ég vona að margar ykkar séu búnar að nýta sér tækifærið og splæsa í hann í þeim tilgangi að eignast sólgleraugu frá Dolce & Gabbana. HÉR getið þið lesið ykkur meira til um ilmvatnið.

Karl Lagerfield dömuilmurinn – Karl Lagerfield sendi nýlega frá sér nýjan dömu- og nýjan herrailm. Dömuilminn getið þið lesið ykkur til um HÉR í færslu sem ég hef áður skrifað. Annar dásmlegur blómailmur sem er frábær fyrir sumarið.

Daisy frá Marc Jacobs – Eins og alltaf þá koma nýjir sumarilmir frá Marc Jacobs fyrir sumarið. Á þessari mynd sjáið þið eau de toilette ilminn sem er í minna glasinu og fyrir neðan er mynd af eau de fraiche glasinu sem er hærra. HÉR getið þið séð smá umfjöllun sem ég hef gert um ilmina. Marc Jacobs flöskurnar eru auðvitað eins og listaverk sérstaklega tapparnir.

Manifesto eau de parfum frá Yves Saint Laurent – ekki beint ilmvatn sem er sumarilmur en það kom núna fyrir vorið í verslanir á sama tíma og vorlínan frá merkinu svo þess vegna finnst mér að það eigi heima hér. Flaskan er auðvitað einstaklega vel heppnum og falleg. Andlit Manifesto ilmvatnana er leikkonan Jessicah Chastain og rauða hárið hennar við fjólubláa litinn sem einkennir auglýsingarnar er bara fullkomið kombó! Virkilega þæginlegur ilmur sem einkennist af jasmín, vanillu og sandalviði.

Born in Paradise frá Escada – sumarilmurinn í ár frá Escada er ótrúlega frísklegur og fullkominn til að hafa í sundtöskunni í sumar. Mér finnst hann dáldið aquatic og ferskur en ég hef skrifað meira um hann HÉR. Sumarilmur frá Escada ætti að vera skyldueign allra kvenna – þegar sumarilmurinn frá Escada kemur í verslanir þá finnst mér dáldið eins og sumarið sé komið.

Calvin Klein One summer – á hverju sumri kemur sumarilmvatn frá Calvin Klein undir nafninu One en hugsunin á bakvið þann ilm er að hann sé fyrir alla – bæði konur og karla. Þetta er dáldið kryddaður ilmur og þannig hentar hann fyri karla og um leið minnir hann á kvöldilm fyrir konur. Virkilega skemmtilegur ilmur en Calvin Klein sjálfur notar alltaf One ilminn – það ætti að segja mkið um gæðin :)

Hugi Boss la nuit Intense – ég sagði ykkur frá la nuit ilminum haustið 2012 og svo jour ilminum á síðasta ári en nú hefur bæst í úrval Hugo Boss ilmanna. Hér er á ferðinni kraftmeiri útgáfa af la nuit ilminum í mega flottum umbúðum! Það sem var gyllt á la nuit ilmnum er nú rósagyllt – Hugo Boss er alveg með einn af tískulitunum á hreinu. Þessi ilmur er ekki beint sumarilmur en hann kom í verslanir fyrir sumarið og fær þá að vera með.

Screen Shot 2014-05-13 at 10.48.59 AM

 

Marc Jacobs eau so fresh – léttari útgáfan af sumarilminum frá Marc Jacobs, þið sjáið meira um hann í textanum hér fyrir ofan.

Biotherm eau fraiche – þessi frísklegi ilmur á að mínu mati heima í öllum íþrótta- og sundtöskum í sumar! Frísklegri ilm hef ég ekki fundið en hann einkennist af sítrus, fjólu og peru í toppnum í hjarta ilmsins er jasmín, kóríander og kúmen, í grunninn eru það svo viðarnótur sem dýpka hann aðeins – þessi er algjör draumur og þennan má alveg fara ósparlega með. Þessi hefur dáldið kælandi áhif og því flottur þegar sólin er hátt á lofti.

Escada Taj Sunset – hér er á ferðinni sumarilmurinn frá Escada sem kom út árið 2011. Þetta er vinsælasti sumarilmur Escada frá upphafi og ég veit af tveimur vinkonum hjá mér sem hoppuðu hæð sína þegar þær fréttu að þessi væri aftur kominn í sölu. Á linknum sem fylgir Escada ilmi ársins hér fyrir ofan getið þið lesið meira um þennan ilm líka. Þetta er að mínu mati einkennisilmvatn Escada sem allir verða að prófa.

Eternity frá Calvin Klein – Sumarilmur ársins frá Calvin Klein nefnist Eternity og hann er til fyrir karla og konur – á myndinni sjáið þið flöskuna fyrir dömuilminn en herrailmurinn er blár og flaskan er lægri. Það er hefð hjá merkinu að koma með sumarilmi sem eru bara fáanlegir í takmörkuðu upplagi. Sumarilmurinn í ár er ótrúlega léttur og á að vekja tilfinningar um rólegan dag á ströndinni. Nóturnar einkennast af mandarínum, perum og vatnsmelónum – mmm mér finnst strax lýsingin á hugsuninni passa við nóturnar.

Euphoria frá Calvin Klein – mér finnst þetta eitt af fallegustu ilmvatnsglösunum fyrir sumarilmina í ár. Hér er á ferðinni ilmvatn sem minni óneitanlega á upprunalega Euphoria ilminn sem kom fyrst í sölu árið 2005. Þetta er blómailmur sem einkennist meðal annars af Cherry Blosso, mandarínu og bergamot, rósir og fjólur einkenna hjarta ilmsins og viðarnótur eins og bambus og sandalviður einkenna grunninn. Fallegi pastelliturinn á flöskunni smellpassar við þessa sumarlegu tóna.

Bronze Goddess frá Estée Lauder – mér fannst tilvalið að byrja og enda á sumarilmunum mínum. Ég hélt að enginn ilmur yrði samkeppnishæfur við Dolce um sæti sem aðalilmvatn sumarsins míns en svo prófaði ég Bronze Goddess! Vávává! þetta er æðislegt ilmvatn sem einkennist af hlýjum nótum – kremuðum kókos og vanillu. Þetta er ilmvatn sem hefur áður verið til hjá merkinu og nýtur mikilla vinsælda – þetta ilmvatn er bara fáanlegt í takmörkuðu upplagi í sumar svo hafið hraðar hendur – þennan verðið þið að eignast!

Ég vona að þessi samantekt hafi kannski gefið ykkur tilfinningu fyrir því sem er fáanlegt – eða alla vega lista til að fara með í næstu snyrtivöruverslun. Það er nóg til og allir ættu að geta fundið sér sumarilm við hæfi!

Hvern líst ykkur best á?

EH

Nýtt ljós inní svefnherbergið

Skrifa Innlegg