fbpx

Sumarið frá Chanel

ChanelFallegtFashionmakeupMakeup ArtistNýjungar í SnyrtivöruheiminumSS14Trend

Árstíðarlínurnar frá snyrtivörumerkinu Chanel finnst mér ómissandi að fylgjast með og kynna mér þegar þær koma. Ég veit að ég er ekki ein um það.

Línurnar frá Chanel og þessum stærri merkjum eru venjulega þær sem eru mótaðar eftir förðunartrendum hverrar árstíðar og innbláusturinn er nánast fallegri en vörurnar sjálfar.

Lína sumarsins nefnist Reflets D’été de Chanelog einkennist af sterkum og áberandi litum sem eru ekkert endilega gerðir til að passa beint saman. En oft eru það andstæður sem dragast saman og á endanum passa bara betur saman. Ég fékk nokkur sýnishorn til að prófa og sýna ykkur. Ég viðurkenni það fúslega að mér finnst fá naglalökk koma í jafn fallegum umbúðum og þessi frá Chanel.

sumarchanel5

Þegar ég breyttist í varalitakellingu þá hætti ég nánast alveg að nota gloss. En ég hef notað þennan uppá hvern einasta dag síðustu vikuna – síðan ég fékk hann. Glossinn er bara virkilega fallegur, hann klístrast ekki og liturinn er frekar þunnur svo í staðin fá varirnar mínar fallegan ljóma og þær líta út fyrir að vera frísklegri.

Mér finnst kostir og gallar við lökkin frá merkinu en það sem fellur eiginlega í báða flokka er hvað þau eru þunn. Þunn lökk eru ekki með eins góðri endingu en þau eru fljót að þorna og því er ekkert mál að byggja upp þéttingu. Ég set venjulega þrjár umferðir af Chanel lökkunum á neglurnar – á myndunum sem þið sjáið hér neðar eru reyndar bara tvær. Með réttu undir- og yfirlakki er hægt að láta öll naglalökk endast vel og ég nota aldrei naglalakk án auka lakkanna minna.

sumarchanel3

Hér er ég með glossinn og orange lakkið á nöglunum. Þó línan sé byggð á andstæðum þá smellpassa þessir tveir litir saman. Ótrúlega sumarlegir og skemmtilegir litir!

sumarchanel4

Hér er á ferðinni bjartur en pastel orange litur sem heitir Mirabella nr. 623 – hér er ég með tvær umferðir á nöglunum – ekkert yfirlakk þó ég nota ekki svoleiðis þegar ég tek test myndir fyrir bloggið. Ég byrjaði á því að vera með þennan á nöglunum og liturinn entist alveg heill án hnjasks í 3 daga – aftur ekkert yfirlakk þegar ég testa.

sumarchanel

 

Hér er á ferðinni bjartur og sumarlegur bleiktóna litur Tutti Frutti nr. 621. Ég er ekki búin að testa þennan nógu vel þar sem ég fann fyrir löngun til að skipta um lit þegar ég var búin að vera með hann á nöglunum í tvo daga – en þá var hann enn heill :)

Summer2014_collection

Hér fyrir ofan sjáið þið official auglýsinguna fyrir línuna en HÉR getið þið skoðað vörurnar í línunni í heild sinni. Ég þarf endilega að skoða fjólubláa maskarann betur næst þegar ég kíki í Hagkaup. Fallegur litaður maskari er alveg jafn ómissandi þetta sumar og þeir voru síðasta.

EH

Vörurnar sem ég sýni í þessari færslu fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

 

Kíkt í snyrtibudduna: Heiðdís Lóa

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Svanborg Signý

    16. June 2014

    Augnabrýrnar á þér eru einstaklega fallegar í þessari færslu, hvað notaðiru í þær? :)

  2. Dóra

    17. June 2014

    Kemur ekki bráðum umfjöllun um kardashian vörurnar þar sem síðan er byrjuð að auglýsa þær