Stundum finnst mér gaman að gleðja sjálfa mig með dásamlegum snyrtivörum. Ég nýtti tækifærið á Miðnæturopnun Kringlunnar um daginn og gaf sjálfri mér smá sumargjöf. Ég var búin að kaupa fyrir Aðalstein og fyrir Tinna og meirað segja fyrir bumbubúann svo mér leið smá útundan. Ég var virkilega glöð með gjöfina þó ég segi sjálf frá og ekki leiðinlegt að fá svona fallegar vörur á extra góðu verði….
Hér fyrir neðan getið þið séð betur sumargjöfina mína ásamt smá texta um afhverju ég ákvað að gleðja mig sjálfa með þeim :)
Hydro Cool Firming Eye Gels frá Skyn Iceland
Ég veit um fáar vörur sem mér finnst dekra jafn vel við augnsvæðið mitt og þessir dásamlegu púðar. Þeir vekja húðina svo vel á morgnanna og ég bara dýrka þá – eins og allar aðrar vörur frá merkinu. Púðarnir fara beint undir augun, þeir draga úr þrota og vökvasöfnun, kæla húðina og hjálpa henni að slaka á og undirbúa sig fyrir daginn – já og jafna sig eftir nóttina eitthvað sem ég þarf mikið á að halda. Mér finnst líka æðislegt að bjóða konum uppá að slaka aðeins á með þessa á sér áður en ég farða þær og ég þarf að fylla á byrgðarnar fyrir brúðarfarðanir sumarsins. Augnpúðarnir fást HÉR hjá Karin minni á nola.is en ég splæsti í þessa á Miðnæturopnun Kringlunnar því Skyn Iceland vörurnar eru mættar í Lyf og Heilsu – þvílík snilld!
Augnskuggapalletta úr sumarlúkki Dior – 746 Ambre Nuit
Ég er ástfangin af sumarlínu Dior – sem ætti ekki að hafa farið framhjá ykkur. Ég fékk sýnishorn af nokkrum vörum en ég var að eignast þessa pallettu líka svo ég ákvað að nýta mér afsláttinn sem var af snyrtivörum í Hagkaup á Miðnæturopnuninni og nú á ég þessa fegurð. Litirnir finnst mér tímalausir og elegant – þeir fara mér og þeir munu nýtast mér vel í brúðarfarðanir sumarsins. Nýja formúla augnskugganna frá Dior er æðisleg og ég fæ ekki nóg af fimm lita pallettunum.
Diorshow Kohl úr sumarlúkki Dior í litnum Pearly Platine nr. 559
Kremuðu augnskuggablýantarnir frá Dior komu fyrst í vorlúkki merkisins og hér eru á ferðinni blýantar sem er hægt að nota sem augnskugga, sem augnskuggagrunn, sem eyeliner eða sem highlighter ofan á dökka förðun. Það komu tveir one shot litir í sumarlúkkinu, ég fékk sýnishorn af öðrum þeirra sem er túrkisblár – ég vissi að ég yrði að eiga þennan líka því þetta er tímalaus litur. Þetta er formúla sem ég kann að meta og þá er gott að eiga breytt litaúrval til að grípa í þegar maður þarf. Svona metallic litir eru flottir í kringum augun í sumar þegar sólin er sem mest því áferðin gefur augunum svo fallegan ljóma því hún endurkastar birtunni af sér.
Couture Palette Collector Rock Lace Edition úr Touche Éclat lúkkinu
frá Yves Saint Laurent
Ég missti smá andann þegar ég sá þessa dásamlega fallegu pallettu frá YSL. Hún kom með Touche Écalt lúkkinu sem merkið sendi frá sér í tilefni þess að það var að koma nýtt útlit á gullpennanum. Pallettan er algjörlega ómóstæðileg og ekki hjálpaði til að ég fékk extra afslátt af henni því það var YSL kynning inní Hagkaup og því afsláttur fyrir svo bættist 20% miðnæturopnunar afslátturinn við svo hún kostaði hlægilega upphæð. Aftur þá eru 5 lita palletturnar frá YSL búnar að fá yfirhalningu, nýtt lúkk og ný formúla og þeir eru æði. Ég hlakka mikið til að prófa mig áfram með þessa og blanda þessum fallegu litum saman. Þetta eru litir sem fara öllum konum vel svo ef þið eruð jafn heillaðar og ég þá mæli ég með því að þið gefið ykkur hana líka í sumargjöf – maður verður að gera vel við sig stundum.
Þetta voru sumargjafirnar mínar – svo sannarlega eitthvað sem ég þurfti nauðsynlega á að halda og ég er sjálfri mér virkilega þakklát fyrir svona fallegar gjafir ;)
Njótið dagsins***
EH
Vörurnar sem ég skrifa um hér keypti ég sjálf. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.
Skrifa Innlegg