Eins og ég lofaði þá fer nú þriðji og síðasti sumargjafaleikurinn nú af stað. Ég fékk virkilega fallegt boð um daginn þegar mér var boðið að prófa nýjar vörur fyrir líkamann frá merki sem heitir I Love… Merkið býður uppá breitt úrval af skemmtilegum vörum fyrir húðina – næringu, ilmum, handáburð og skrúbbum svo eitthvað sé nefnt og þetta er merki sem býður uppá alveg þó nokkra mismunandi ilmi. Ég fór og þefaði af bókstaflega öllu, ég var ekki alveg tilbúin að fara að prófa eitthvað sem ég myndi alls ekki getað notað vegna lyktarinnar en maður er jú miklu viðkvæmari fyrir henni á meðgöngu en annars. Ég fann ilm sem ég féll strax fyrir og það er ef til vill sá ilmur sem margar fara kannski ekki helst í því það eru alls konar berjabombur í boði.
En þar sem ég kolféll fyrir vörunum og ilma nú allan liðlangan daginn eins og Mangó og Papaya þá fannst mér upplagt að athuga hvort merkið vildi ekki gefa eina sumargjöf með mér og jú það var svo sjálfsagt. Svo síðasta sumargjöfin í ár er dýrindis gjafakarfa með dekri frá I Love…
Mig langar samt að byrja á því að segja ykkur betur frá vörunum sem ég fékk að prófa. Fyrir neðan myndirnar getið þið svo séð hvernig þessi gjafakarfa gæti orðið ykkar.
Ég valdi mér sumsé vörurnar með Mango og Papaya ilmi, hann er sætur og mjög góður ekki svona alltof sætur sem mér þótti dáldið um berjabomburnar en ég reyndar kenni óléttunni um það. Ég valdi mér vörur sem ég vissi að ég myndi nota og reyndi ekkert að flækja þetta um of. Vörurnar ilma í takt við sumarskapið sem ég er komin í og ég dreif þær með mér í sundferð um daginn svo þær eru voða meðfærilegar líka.
Handáburður
Mjög fínn handáburður sem fer hratt inní hendurnar. Ég veit ekki með ykkur en mínar eru gjörsamlega að skrælna í þesusm kulda svo þessi fer með mér allt. Eins þegar ég er að vinna inní Vero Moda þá þorna hendurnar mínar mjög mikið – bæði loftið bara inní Smáralindinni en líka af því ég er alltaf á fullu að bera eh á milli, haldandi á herðatrjám og að brjóta saman föt. Þá finnst mér mjög gott að bera handáburðinn á mér þegar ég tek smá pásu bara til að nudda aðeins hendurnar og hjálpa þeim aðeins að slaka á og undirbúa sig fyrir næsta action.
Líkamsskrúbbur
Þá byrjar gamla tautið í mér enn á ný… Það er ómissandi að eiga góðan líkamsskrúbb í sturtunni til að hjálpa húðinni að endurnýja sig. Líkamsskrúbb ætti að nota alla vega tvisvar í viku því hann hjálpar húðinni að losa sig við dauðar húðfrumur og með því að nudda honum yfir líkamann örvið þið starfsemi frumanna inní húðinni – t.d. mikilvægt að gera það á læri og rassi því þá myndast síður appelsínuhúð. Einnig er mikilvægt að nota skrúbba á meðgöngunni sérstaklega ef þið eruð farnar að finna fyrir slitum því þar safnast fullt af dauðum húðfrumum sem við viljum alls ekki hafa á líkamanum. Þessi er dásamlegur og er með léttum kornum, þið finnið fyrir þeim en þau eru ekki allsráðandi í formúlunni. Ilmurinn er mjög frískandi í sturtunni og mér finnst alltaf gott að vera með vel ilmandi líkamssápur og skrúbba í sturtunni og sérstaklega frískandi ilmi því þá finnst mér ég ná að vakna svo vel t.d. ef ég fer ís sturtu á morgnanna.
Bodybutter
Ég er nú þegar búin að lýsa aðdáun minni á því að nota bodybutter á magann á meðgöngunni. Það er svo ljúft að nota það yfir kúluna og hjálpa húðinni aðeins að nærast og slaka á. Það er að teygjast alveg svakalega á húðinni minni þessa dagana og þá er svo gott að ná að nudda aðeins yfir hana með svona góðri næringu. Ég mæli alla vega með því að þið sem eruð óléttar nælið ykkur í einhvers konar bodybutter fyrir magann ég finn mun. Ég nota þetta alltaf beint eftir sturtu á allan líkamann á meðan ég set bodylotionið á húðina á morgnanna. Bodybutterið fer á magann og ég set sérstaklega mikið á extra þurru svæði húðarinnar eins og olnbogana og hnéin.
Bodylotion
Hér er krem sem er miklu léttara en bodybutterið – segir sér svo sem kannski alveg sjálft. Ég hef verið að nota þetta mikið á morgnanna því mér finnst auðveldara að bera kremið á þurra húðina því það er léttara. Mér finnst líka gott að það komi svona léttur ilmur frá því yfir dagin. Ég elska þegar ég get keypt bodylotion með svona pumpu því mér finnst bara miklu þægilegra að nota þau en önnur.
Líst ykkur ekki með eindæmum vel á þetta! – Fyrir áhugasamar fást vörurnar t.d. í verslunum Hagkaupa og þær ættu ekki að fara framhjá ykkur miðað við umbúðirnar – verðið er mjög gott.
Ef ykkur langar í gjafkörfuna með þessum gersemum þá er þrennt sem þarf að gera…
1. Fara inná Facebook síðu varanna og smella á Like – I LOVE COSMETICS ICELAND.
2. Smella á deila takkann hér fyrir neðan og deila færslunni á Facebook.
3. Skilja eftir fallega sumarkveðju í athugasemd við þessa færslu með fullu nafni – svo ég geti haft uppá ykkur ef þið sjáið ekki að þið hafið unnið.
Ég dreg svo út gjafakörfuna á þriðjudaginn.
Gleðilegt sumar og takk fyrir allar fallegu sumarkveðjurnar sem þið hafið nú þegar sent mér í gegnum síðustu leiki***
EH
Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. Gjafaleikurinn er ekki settur upp gegn greiðslu heldur bara til að gleðja lesendur og fagna sumrinu***
Ekki missa af neinu og fylgist með Reykjavík Fashion Journal á Facebook:
REYKJAVÍK FASHION JOURNAL
Skrifa Innlegg