fbpx

Sumargjöf #3 dekur fyrir líkamann

Ég Mæli MeðHúðLífið MittSS15

Eins og ég lofaði þá fer nú þriðji og síðasti sumargjafaleikurinn nú af stað. Ég fékk virkilega fallegt boð um daginn þegar mér var boðið að prófa nýjar vörur fyrir líkamann frá merki sem heitir I Love… Merkið býður uppá breitt úrval af skemmtilegum vörum fyrir húðina – næringu, ilmum, handáburð og skrúbbum svo eitthvað sé nefnt og þetta er merki sem býður uppá alveg þó nokkra mismunandi ilmi. Ég fór og þefaði af bókstaflega öllu, ég var ekki alveg tilbúin að fara að prófa eitthvað sem ég myndi alls ekki getað notað vegna lyktarinnar en maður er jú miklu viðkvæmari fyrir henni á meðgöngu en annars. Ég fann ilm sem ég féll strax fyrir og það er ef til vill sá ilmur sem margar fara kannski ekki helst í því það eru alls konar berjabombur í boði.

En þar sem ég kolféll fyrir vörunum og ilma nú allan liðlangan daginn eins og Mangó og Papaya þá fannst mér upplagt að athuga hvort merkið vildi ekki gefa eina sumargjöf með mér og jú það var svo sjálfsagt. Svo síðasta sumargjöfin í ár er dýrindis gjafakarfa með dekri frá I Love…

Mig langar samt að byrja á því að segja ykkur betur frá vörunum sem ég fékk að prófa. Fyrir neðan myndirnar getið þið svo séð hvernig þessi gjafakarfa gæti orðið ykkar.

ilove

Ég valdi mér sumsé vörurnar með Mango og Papaya ilmi, hann er sætur og mjög góður ekki svona alltof sætur sem mér þótti dáldið um berjabomburnar en ég reyndar kenni óléttunni um það. Ég valdi mér vörur sem ég vissi að ég myndi nota og reyndi ekkert að flækja þetta um of. Vörurnar ilma í takt við sumarskapið sem ég er komin í og ég dreif þær með mér í sundferð um daginn svo þær eru voða meðfærilegar líka.

ilove3

Handáburður

Mjög fínn handáburður sem fer hratt inní hendurnar. Ég veit ekki með ykkur en mínar eru gjörsamlega að skrælna í þesusm kulda svo þessi fer með mér allt. Eins þegar ég er að vinna inní Vero Moda þá þorna hendurnar mínar mjög mikið – bæði loftið bara inní Smáralindinni en líka af því ég er alltaf á fullu að bera eh á milli, haldandi á herðatrjám og að brjóta saman föt. Þá finnst mér mjög gott að bera handáburðinn á mér þegar ég tek smá pásu bara til að nudda aðeins hendurnar og hjálpa þeim aðeins að slaka á og undirbúa sig fyrir næsta action.

ilove2

Líkamsskrúbbur

Þá byrjar gamla tautið í mér enn á ný… Það er ómissandi að eiga góðan líkamsskrúbb í sturtunni til að hjálpa húðinni að endurnýja sig. Líkamsskrúbb ætti að nota alla vega tvisvar í viku því hann hjálpar húðinni að losa sig við dauðar húðfrumur og með því að nudda honum yfir líkamann örvið þið starfsemi frumanna inní húðinni – t.d. mikilvægt að gera það á læri og rassi því þá myndast síður appelsínuhúð. Einnig er mikilvægt að nota skrúbba á meðgöngunni sérstaklega ef þið eruð farnar að finna fyrir slitum því þar safnast fullt af dauðum húðfrumum sem við viljum alls ekki hafa á líkamanum. Þessi er dásamlegur og er með léttum kornum, þið finnið fyrir þeim en þau eru ekki allsráðandi í formúlunni. Ilmurinn er mjög frískandi í sturtunni og mér finnst alltaf gott að vera með vel ilmandi líkamssápur og skrúbba í sturtunni og sérstaklega frískandi ilmi því þá finnst mér ég ná að vakna svo vel t.d. ef ég fer ís sturtu á morgnanna.

ilove5

Bodybutter

Ég er nú þegar búin að lýsa aðdáun minni á því að nota bodybutter á magann á meðgöngunni. Það er svo ljúft að nota það yfir kúluna og hjálpa húðinni aðeins að nærast og slaka á. Það er að teygjast alveg svakalega á húðinni minni þessa dagana og þá er svo gott að ná að nudda aðeins yfir hana með svona góðri næringu. Ég mæli alla vega með því að þið sem eruð óléttar nælið ykkur í einhvers konar bodybutter fyrir magann ég finn mun. Ég nota þetta alltaf beint eftir sturtu á allan líkamann á meðan ég set bodylotionið á húðina á morgnanna. Bodybutterið fer á magann og ég set sérstaklega mikið á extra þurru svæði húðarinnar eins og olnbogana og hnéin.

ilove4

 

Bodylotion

Hér er krem sem er miklu léttara en bodybutterið – segir sér svo sem kannski alveg sjálft. Ég hef verið að nota þetta mikið á morgnanna því mér finnst auðveldara að bera kremið á þurra húðina því það er léttara. Mér finnst líka gott að það komi svona léttur ilmur frá því yfir dagin. Ég elska þegar ég get keypt bodylotion með svona pumpu því mér finnst bara miklu þægilegra að nota þau en önnur.

Líst ykkur ekki með eindæmum vel á þetta! – Fyrir áhugasamar fást vörurnar t.d. í verslunum Hagkaupa og þær ættu ekki að fara framhjá ykkur miðað við umbúðirnar – verðið er mjög gott.

Ef ykkur langar í gjafkörfuna með þessum gersemum þá er þrennt sem þarf að gera…

1. Fara inná Facebook síðu varanna og smella á Like – I LOVE COSMETICS ICELAND.

2. Smella á deila takkann hér fyrir neðan og deila færslunni á Facebook.

3. Skilja eftir fallega sumarkveðju í athugasemd við þessa færslu með fullu nafni – svo ég geti haft uppá ykkur ef þið sjáið ekki að þið hafið unnið.

Ég dreg svo út gjafakörfuna á þriðjudaginn.

Gleðilegt sumar og takk fyrir allar fallegu sumarkveðjurnar sem þið hafið nú þegar sent mér í gegnum síðustu leiki***

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. Gjafaleikurinn er ekki settur upp gegn greiðslu heldur bara til að gleðja lesendur og fagna sumrinu***

Ekki missa af neinu og fylgist með Reykjavík Fashion Journal á Facebook:
REYKJAVÍK FASHION JOURNAL

Annað dress: sumarsæla

Skrifa Innlegg

106 Skilaboð

  1. Agnes Eir Önundardóttir

    26. April 2015

    Gleðilegt sumar! Höfum að minnsta kosti sól í hjarta;) Hehö!

  2. Tinna Guðbjörnsdóttir

    26. April 2015

    Væri sko til í að lykta eins og sumarið ☀️❤️

  3. Erla Dröfn Baldursdóttir

    26. April 2015

    Elska mangó lykt. Það væri dásemd af fá þetta á kroppinn. Gleðilegt sumar.

  4. Sirra

    26. April 2015

    Umm hvað þetta er girnilegt! Gleðilegt sumar :*

  5. Svanhvít Elva Einarsdóttir

    26. April 2015

    Gleðilegt sumar og gangi þér vel með restina af meðgöngunni. Kv bumbulína að norðan

  6. Elva Rún Óðinsdóttir

    26. April 2015

    Þetta er sko æðisleg gjöf !! Svo gaman að vera vel lyktandi á sumrin ;) Gleðilegt sumar :D

  7. Kristbjörg Eva Heiðarsdóttir

    26. April 2015

    Þetta væri nú ekki amalegt að eiga í sumar. Gleðilegt sumar sem virðist þó ekki enn vera alveg komið samkvæmt hitatölum :)

  8. Heiðrún Ósk Sigurðardóttir

    26. April 2015

    Gleðilegt sumar! Þessi pakki er fullkomin fyrir sumardekrið ☀️

  9. Hafdís Guðrún Þorkelsdóttir

    26. April 2015

    Væri æðislegt sumartrít fyrir húðinna :)

  10. María Magnúsdóttir

    26. April 2015

    Gleðilegt sumar. Væri þakklát fyrir svona dekur….

  11. Anonymous

    26. April 2015

    Ég er mango sjúk þegar kemur að kremum og verð að prófa þessa fyrir sumarið!

  12. Guðfinna Harpa Árnadóttir

    26. April 2015

    Mangó og papaya myndi hjálpa sumarskapinu af stað í snjónum og vonda veðrinu hérna fyrir austan. Vonandi verður sumarið yndislegt á Íslandi á eftir þessum sveiflukennda vetri.

  13. Eglé Valiukeviciute

    26. April 2015

    gleđilegt sumar!

  14. Helga sigrun Ómarsdóttir

    26. April 2015

    gleðilegt sumar – væri ekki leiðinlegt að byrja sumarið a að vinna þessa gjafakörfu

  15. Hildur Lára

    26. April 2015

    Gleðilegt sumar !
    Það væri sko draumur að fá svona pakka til að tríta kroppinn aðeins :)

  16. Kristín Magnúsdóttir

    26. April 2015

    Gleðilegt sumar :) Það væri gaman að fá að prófa þessar vörur.

  17. Inga rut kristinsdóttir

    26. April 2015

    Gleðilegt sumar ☀️ vonandi fer sumarið að koma til okkar

  18. Lísa Dögg Helgadóttir

    26. April 2015

    Gleðilegt sumar. Væri mikið til í svona dekur :)

  19. Hildur Sigrún Einarsdóttir

    26. April 2015

    Þessi body lína myndi gleðja mig alveg heil mikið! Gleðilegt sumar og gangi þér vel með restina af meðgöngunni :)

  20. Halldóra Hlíf Hjaltadóttir

    26. April 2015

    Gleðilegt sumar :)

  21. Rakel Rún Sigurðardóttir

    26. April 2015

    Gleðilegt sumar! Þetta myndi líklega hjálpa aðeins til með að koma með sumarið hingað norður í snjóinn :)

  22. Sveinbjörg Ósk Kjartansdóttir

    26. April 2015

    Gleðilegt sumar, vonandi verður það orðið mega gott í júní. Yrði æðislegt að prófa þessar vörur hef heyrt margt gott um þær, hef samt ekki séð þær hér fyrir norðan svo yrði plús að vinna þetta ;)

  23. Anna Bára Unnarsdóttir

    26. April 2015

    Gleðilegt sumar Erna Hrund! Væri æðislegt ilma eins og sumarið þó það sé kannski ekki alveg komið skv. hitamælinum.

  24. Sonja Sif Þórólfsdóttir

    26. April 2015

    Ég elska elska elska mangó lykt af svona vörum og væri meira en til í þetta til að gleðja mig í prófatíðinni :)
    Gleðilegt sumar :)

  25. Guðlaug Guðjónsdóttir

    26. April 2015

    Langar ekkert smá að prufa þessar! Gleðilegt sumar!! :D

  26. Sandra Ósk Egilsdóttit

    26. April 2015

    Gleðilegt sumar :D

  27. Særós Ester Leifsdóttir

    26. April 2015

    Óó hvað ég væri til í svona fínt dekur! Húðin mín verður svo þurr í kuldanum – svo að það væri rosa gott að fá smá trít fyrir húðina :)
    Sumarkveðja!

  28. Elísabet Kristjánsdóttir

    26. April 2015

    Svo ómissandi að fylgjast með @trendnet. Gleðilegt sumar <3

  29. Ragna Helgadóttir

    26. April 2015

    mmm…veit það hljómar klikkað en mér finnst ég geta fundið lyktina af þessu gegnum tölvuskjáinn!
    Langar mjög að prófa þessar vörur og get ímyndað mér að þessi ilmur sé ótrúlega sumarlegur :)

  30. Silja Marín Ragnarsdóttir

    26. April 2015

    Úúúw ég er kremasjúk

  31. Íris Tosti

    26. April 2015

    Ég væri svo til í þetta :). Gleðilegt sumar :)

  32. Sædís Ösp Valdemarsdóttir

    26. April 2015

    Er búin að vera að skoða þessar vörur og dauðlangar að prófa! Svo skemmir ekki fyrir að papaya lyktin er með þeim betri :) Sumarkveðja! :)

  33. Halla Karen Haraldsdóttir

    27. April 2015

    Gleðilegt sumar :) langar að prófa bodybutterið á mína bumbu

  34. Viktoría Ómarsdóttir

    27. April 2015

    Gleðilegt sumar! Þetta væri geggjað til að komast yfir biturleikann vegna kuldans

  35. Birgitta Ragnarsd

    27. April 2015

    Uhmm èg elska krem :) Gledilegt Sumar og takk fyrir veturinn :)

  36. Rut Þorsteins

    27. April 2015

    Gleðilegt sumar elsku blóm <3

  37. Auður Ýr Sigurþórsdóttir

    27. April 2015

    Gleðilegt sumar ! Þessar vörur myndu sko lífga upp á ekki-svo-sumarlegu dagana :) og reyndar alla hina líka !

  38. Guðný María Bragadóttir

    27. April 2015

    Er búin að þefa af þessum vörum í Hagkaup og líst mjög vel á þær. Lyktin er æðisleg og fyllir huga og hjarta af dásamlegu sumri :)

  39. Hákonía Jóhanna Pálsdóttir.

    27. April 2015

    Gleðilegt sumar skvís :) Það væri dásemd og lykta vel inní sumarið :)

  40. Ármey Óskarsdóttir

    27. April 2015

    Gleðilegt sumar :) elska að prufa ný krem :)

  41. María Ósk Felixdóttir

    27. April 2015

    Vá hvað þessar vörur hljóma vel :) !
    Gleðilegt sumar :)

  42. Berglind Dís Guðmundsdóttir

    27. April 2015

    Mm ég stóð og ilmaði af öllum þessum vörum í krónunni um helgina, lofa góðu ! :) ég var hrifnust af kókos :)
    Gleðilegt sumar, vona nú að það fari að hlýna ! :)

  43. Margrét Fanney Bjarnadóttir

    27. April 2015

    Geðilegt sumar :) þetta mundi koma manni í sumarskap

  44. Lára Rannveig Sigurðardóttir

    27. April 2015

    Fyrir 25 árum fæddist ég á sumardaginn fyrsta (fyrsta sumarbarn ársins 1990) og ætti þar af leiðandi eflaust að vera sumarbarn en fékk fljótlega sólarofnæmi. En það er sem betur fer farið. Gleðilegt “sumar” og njótið þessarar ahúgaverðu staðreyndar!

  45. Andrea Gísladóttir

    27. April 2015

    Gleðilegt sumar! :)

  46. Sólveig

    27. April 2015

    Gleðilegt sumar :) haltu áfram að vera þú sjálf, hreinskilin og einlæg!

  47. Kristín Releena Jónasdóttir

    27. April 2015

    Þetta mun sko koma manni í sumarskap í snjónum fyrir norðan!
    Gleðilegt sumar :)

  48. Áróra Huld Bjarnadóttir

    27. April 2015

    Gleðilegt sumar :)

  49. Tinna Þórisdóttir

    27. April 2015

    já takk <3

  50. Hilma Rós Ómarsdóttir

    27. April 2015

    Vona að sumarið fari að sýna sig almennilega í bráð, svona sumarilmur gæfi manni að minnsta kosti sól í hjarta :)

  51. Sævör Dagný Erlendsdóttir

    27. April 2015

    Vonandi fær maður vörur sem minna á sumarið þó að ekkert annað geri það í þessu 20 cm snjólagi sem er hér fyrir norðan! Gleðilegt sumar!

  52. Sigríður Hauksdóttir

    27. April 2015

    Gleðilegt sumar! Þessi væru pottþétt æði fyrir þurru húðina mína :)

  53. Birna Borg Bjarnadóttir

    27. April 2015

    ó hvað þessar vörur hljóma fullkomlega fyrir sumarið

  54. Rósíka Gestsdóttir

    27. April 2015

    Gleðilegt sumar :)

  55. Inger Anna Guðjónsdóttir

    27. April 2015

    Gleðilegt sumar ;*

  56. Anna Rósa Harðardóttir

    27. April 2015

    Namm… þetta er eitthvað fyrir mig!
    Gleðilegt (vonandi bráðum) sumar! :)

  57. Gerður Rósa Sigurðardóttir

    27. April 2015

    Gleðilegt sumar :-)

  58. Helena Jóhannsdóttir

    27. April 2015

    Gleðilegt íslenskt sumar ;)

  59. Ingibjörg Jónsdóttir

    27. April 2015

    Mikið virka þetta girnilegar vörur! Er einmitt ólétt líka og er alltaf á leiðinni að fara að splæsa í góðar vörur fyrir bumbuna, væri gaman að prófa þessar :) Gleðilegt sumar!

  60. Rósa Margrét Húnadóttir

    27. April 2015

    Gleðilegt sumar! Það væri yndislegt að starta sumrinu ilmandi eins og þessar dásemdar vörur! Kær kveðja úr snjónum fyrir norðan ;)

  61. Rannveig Elsa Magnúsdóttir

    27. April 2015

    Gleðilegt sumar

  62. Silfá Sól Almarsdóttir

    27. April 2015

    Gleðilegt sumar! Alltaf jafn gaman að lesa um vörur hjá þér og fá nýjar hugmyndir! Þessi krem eru extra girnileg

  63. Bergþóra Þorsteinsdóttir

    27. April 2015

    Þetta væri algjörlega topp sumargjöf!

  64. Silfá Sól Almarsdóttir

    27. April 2015

    Gleðilegt sumar! Alltaf jafn gaman að lesa um vörur hjá þér og fá nýjar hugmyndir! Þessi krem eru extra girnileg

  65. Kolbrún Ósk Ómarsdóttir

    27. April 2015

    Gleðilegt sumar :) Ég fer ekki í gegnum daginn nema kíkja við hjá þér ;)

    Þetta mundi koma sér vel hjá mér,sunnudagskvöldin mín eru eiginlega orðin dekurkvöld.

  66. Rebekka Rún Gunnlaugsdóttir

    27. April 2015

    Gleðilegt sumar ☀️☀️
    Rebekka Rún Gunnlaugsdóttir

  67. Takk fyrir góð skrif!
    Í vetrarhríðinni sem gengur yfir landið myndi þetta gleðja hjartað og færa okkur mæðgunum lyktina af sumri og yl á Austurlandið góða.

    Kveðja,
    Steinrún, Dögun og Sól

  68. Elsa Gunnarsdóttir

    27. April 2015

    Sumarið hlýtur að fara að koma :) erum allavega með sól í hjarta

  69. Íris Stefánsdóttir

    27. April 2015

    Flottar vörur sem mig langar til að prófa. Sumarkveðja og þakkir fyrir frábært blogg :)

  70. matthildur Larusdottir

    27. April 2015

    Mikið væri ljúft að fara vel ilmandi inn í sumarið ☀️
    Það er nog að eiga svona þa er sumarið alltaf hja manni
    Gleðilegt sumar

  71. Tara Margrét Vilhjálmsdóttir

    27. April 2015

    Ef að sumarið kemur ekki væri gott að geta feikað það með þessum vörum :)

  72. Sveinbjörg Eva Jóhannesdóttir

    27. April 2015

    Gleðilegt sumar! Það væri ekki verra að fá svona sumarlegar vörur til að koma sér í sumargírinn í hríðinni fyrir norðan :)

  73. Ragnhildur Hólm

    27. April 2015

    Gleðilegt sumar! Kveðja úr stórhríðinni fyrir norðan ;)

  74. Erna Valtýsdóttir

    27. April 2015

    Gleðilegt sumar

    • Erna Valtýsdóttir

      27. April 2015

      ☀☀

  75. Auður Guðbjörg Pálsdóttir

    27. April 2015

    ó hvað við bumbi værum til í svona dásemd á kúluna :)

    Gleðilegt sumar Erna og takk enn og aftur fyrir skemmtilegt blogg.

  76. Berglind Dögg Óskarsdóttir

    27. April 2015

    Já takk og gleðilegt sumar

  77. Svandís Björk Guðmundsdóttir

    27. April 2015

    Væri svo til í svona dekurpakka eftir allt prófastressið! Gleðilegt sumar ! :)

  78. Melkorka Ægisdóttir

    27. April 2015

    Já takk :) Sumarkveðjur úr snjónum á Akureyri :D

  79. Snæbjört Pálsdóttir

    27. April 2015

    ójáá það væri svo gott að fá smá sumargjöf í miðri prófatíð og leiðinda veðri!

  80. Erla Björt Björnsdóttir

    27. April 2015

    úú langar svo að prófa þessar vörur og vantar einmitt nýjan skrúbb í sturtuna :)

  81. Guðbjörg Fjóla Ægisdóttir

    27. April 2015

    Frábær gjafakarfa! Gleðilegt sumar vona að það komi nú að lokum

  82. Lovísa Guðlaugsdóttir

    27. April 2015

    Hversu flott gjafakarfa, stóð einmitt í korter um daginn bara að þefa af öllum vörunum alltof sumarlegar :)

  83. Herdís Harpa Jónsdóttir

    27. April 2015

    Gleðilegt sumar :) Ég er sko til í svona flotta gjafakörfu ;)

  84. Sæunn Pétursdóttir

    27. April 2015

    Gleðilegt sumar – vonandi gengur allt vel hjá þér á meðgöngunni :)

  85. Dagný Sveinsdóttir

    27. April 2015

    Gleðilegt sumar, það fer vonandi að láta sjá sig :)

  86. Sylvía Karen Heimisdóttir

    27. April 2015

    Þessi dekurlína hljómar guðdómlega á þurru húðina. Væri alveg til í svona pakka. Gleðilegt sumar

  87. Kristveig Anna Jònsdòttir

    27. April 2015
  88. Ástríður Hjörleifsdóttir

    27. April 2015

    já takk
    kvitt og deilt ;)

  89. Yrsa Guðrún Þorvaldsdóttir

    27. April 2015

    Gleðilegt sumar :)

  90. Helga Rún Guðjónsdóttir

    28. April 2015

    Þetta er virkilega fallegur sumarpakki. Væri gaman að fá að njóta

  91. Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir

    28. April 2015

    Væri svo til í smá dekur. Gleðilegt sumar :)

  92. Bergrún Björnsdóttir

    28. April 2015

    Þessi pakki er algjörlega ómótstæðilegur :) Gleðilegt sumar.

  93. Móheiður Guðmundsdóttir

    28. April 2015

    Gleðilegt sumar :)

  94. Hólmfríður

    28. April 2015

    Væri svo til í smá dekur fyrir húðina eftir allt hormónavesenið sem húðin þarf að þola á meðgöngu og meðan maður er með barn á brjósti.

  95. Halla Björk Hallgrímsdottir

    28. April 2015

    Nauðsynlegt að taka húðina aðeins í gegn fyrir komandu sumar sem ég veit að verður æði ! Gleðilegt sumar :)

  96. Hulda Guðmundsdóttir

    28. April 2015

    Það er ómissandi að eiga góða lykt í sundtöskunni í sumar.
    Gleðilegt sumar þó allt sé á kafi í snjó hér á Akureyri.

  97. Karen Björk Gunnarsdóttir

    28. April 2015

    Hljómar alveg æðislega og sumarilmurinn er vel þeginn hingað til Akureyrar!

    Njóttu sumarsins vel :-)

  98. Lára Kristín Jónsdóttir

    28. April 2015

    Smá sumar er vel þegið norður :)

  99. Eva Eiríksdóttir

    28. April 2015

    Gleðilegt sumar! Væri snilld að eiga þetta í sundtöskunni svona á seinustu metrum meðgöngunnar ;)

  100. Kolbrún Steinarsdóttir

    28. April 2015

    Ó já takk. Þetta væri vel þegið :-)

  101. Telma Karen Finnsdóttir

    28. April 2015

    Oh ég væri til í svona til að komast í sumarskap!

  102. Herdís Stefánsdóttir

    29. April 2015

    Ójá takk þessi sumargjöf kæmi sér svo vel til að skrúbba af sér veturinn og gera sig tilbúna fyrir sumarið sem verður bara dásemdin ein hér í góða verðinu á íslandi :)

    Gleðilegt sumar :)

    Kveðja Herdís Stefánsdóttir