Helgin hjá okkur fjölskyldunni var fullkomin í alla staði! Við ferðuðumst vestur vegna ættarmóts hjá Aðalsteini sem var haldið á Reykjanesi. Við komum við á Drangsnesi sem er uppáhalds staðurinn okkar á landinu, þar á vinafólk tengdaforeldra minna hús sem þau fá stundum lánað og við nýttum tækifærið og fórum fyr af sað til að heimsækja þau.
Mig langaði að deila með ykkur nokkrum myndum sem voru teknar um helgina:)
Krúttlegur moli í bakpoka sem mamma hans átti <3
Náttúrupottarnir á Drangsnesi eru dásamlegir!
Sætur moli á Drangsnesi
Fallegir feðgar í Vatnsfirði
Vantsfjörður
Mægðin á 6 mánaða afmæli Tinna Snæs
Villt mynta sem vex við gömlu sundlaugina á Reykjanesi
Ein fjölskyldumynd <3
Það er svo fallegt á Vestfjörðum!
Ég elska að ferðast um Ísland og vestfirðirnir eru í uppáhaldi í augnablikinu – við erum búin að lofa hvort öðru því að vera duleg að ferðast innanlands með Tinna Snæ.
EH
Skrifa Innlegg