fbpx

Stafaborði í barnaherbergið

Fyrir heimiliðTinni & Tumi

Í nokkra daga er ég nú búin að næstum því kaupa sætasta stafaborða ever í íslenskri vefverslun sem ég sé fyrir mér að hafa inní herberginu hans Tinna Snæs. Eina ástæðan fyrir því að ég hef ekki keypt það er mögulega sú að ég er ekki viss um að ég geti stafað allt nafnið hans með stöfunum – en kannski er það algjört rugl í mér – og kannski væri bara miklu skemmtilegra að skrifa eitthvað annað með stöfunum…

Borðann ættuð þið sem hangið jafn mikið á Pinterest og ég að vita hvernig er – hann er frá OMM Design og fæst hér á landi í versluninni petit.is.

505ebb8edf23e67053da442516986853 a324b70a9e323527f97f893dedef16db (1) ec3f30ecaa8642befd8194fe4e702991 07bb6674cb2216c3049253b970667a5f Screenshot-2014-07-24-18.45.52

Eftir að ég rakst á þessa mynd þar sem er auðvitað verið að vitna í einn flottasta karakter Disney – Bósa Ljósár – datt mér í hug að það gæti einmitt verið dáldið skemmtilegt að nota stafina til að stafa skemmtilegar setningar úr teiknimyndum. Mögulega breyta svo reglulega um setningar og þá verða litlar og skemmtilegar breytingar á herberginu smám saman.

En vitiði það að ég hef aldrei verið jafn ringluð á ævinni og nú um hvernig við eigum að setja upp herbergið hans Tinna Snæs. Nú er það svo raunverulegt að hann fái sitt eigið herbergi og mér finnst svo mikil pressa á mér að gera herbergið fallegt – en það hlýtur að reddast ég hef alla vega besta verkfærið – Pinterest!

Ég hef verslað föt á Tinna Snæ hjá Petit – frá merkinu Farg og Form Sweden – án efa ein bestu föt sem barnið mitt hefur átt og gæðin í efnunum eru mikil og því endast þau ótrúlega vel. Tinni Snær á skýjadress og ég veit ekki hversu oft ég hef þrifið þau og sett í þurrkara en liturinn hefur alla vega ekkert dofnað. En nú þarf ég klárlega að fara að ganga frá kaupum á þessum blessaða borða sérstaklega þegar ég hef fundið honum tilgang – kannski þó ekki fyr en við erum komin með heil gólf. En þetta er allt að koma hjá okkur og í dag voru gluggarnir pússaðir og eldhúsinnréttingin gamla er nánast komin niður. Sem mér finnst synd þar sem hún var ótrúlega skemmtileg og ég hefði viljað færa hana með eldhúsinu en það var því miður ekki í boði.

EH

p.s. fullt af innanhúshugmyndum framundan á síðunni hjá mér – ég er bara svo hugmyndasnauð þessa dagana og í stöðugri leit að innblæstri;)

Dekur á brúðkaupsdaginn

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

  1. Jóna

    30. July 2014

    Ertu þá að vandræðast með að það vanti Æ í þessa stafi?
    Er ekki hægt að prófa að líma a og e saman eða jafnvel bara binda þá saman ef þú vilt hafa nafnið hans?

    En annars lýst mér vel á disney setningarnar, finnst eiginlega bara bæði betra :)

    • Haha eins furðulega og það hljómar þá var ég ekki búin að fatta æ-ið:) hafði áhyggjur að það væri ekki nóg af N-um:) en ég er eiginlega bara rosalega skotin í disney setningunum eftir þessar pælingar:):)

  2. Erna Viktoria

    30. July 2014

    Ég er svo hrifin af þessum borða :) kemur ekkert smá vel og skemmtilega ùt uppá vegg heima.

  3. Alma Rún

    30. July 2014

    Ég keypti svona stafi og setti á brúðarbílinn hjá systir minni ;) skrifaði nöfnin þeirra og nýgift :) og notaði auðvita hjörtun með sem eru í pakkanum ;)

  4. Karen

    31. July 2014

    Það eru fleiri en 3 N í pakkanum :)