fbpx

Dekur á brúðkaupsdaginn

Bobbi BrownBrúðkaupHúðLífið MittMakeup ArtistNetverslanirShiseido

Ég hef fengið margar fyrirspurnir um hvernig ég hátta því þegar ég er bókuð í brúðarfarðanir, hvað það kostar og hvað er innifalið í verðinu. Stutta svarið er að það er bara allt sem er innifalið í verðinu. Mér finnst að brúðkaupsdagur hverrar konu eigi að snúast dáldið um hana – á daginn sjálfan fá konur oft dáldið spennufall en það er þó misjafnt hvort því fylgi stress, spenningur, bros eða nokkur tár. Ég hef því iðulega gert það að mínu markmiði að hjálpa konum að slaka á og njóta dagsins.

Fyrir þær sem eru í brúðkaupshugleiðingum langaði mig svona aðeins að nýta tækifærið og segja frá vinnuferlinu mínu í brúðarförðunum. Að sjálfsögðu byrjum við á upphafinu en það er húðin. Undirstaða fallegrar förðunar er heilbrigð og vel nærð húð.

brúðarhúð

Hér sjáið þið svo grunnvörurnar sem mér finnst fullkomna yfirborð og áferð húðarinnar áður en ég byrja förðunina. Þetta eru svona þessar vörur sem eftir smá tilraunarstarfsemi bæði á sjálfri mér og í prufuförðunum hafa verið að koma best út – hér er um að ræða vörur sem eru hugsaðar að henti sem flestum húðtýpum.

Shiseido Benefiance Express Smoothing Eye Mask Bio-Performance Super Corrective Serum (prufa) Bobbi Brown Hydrating Face Cream
Bobbi Brown Hydrating Eye Cream Embryolisse Lait-Crème Concentré.

brúðarhúð4

Ein sem er í sama bransa og ég – brúðarförðunum – gaf mér tips um að bjóða brúðum uppá kælandi augnpúða. Þeir draga úr þrota og vekja um leið húðina í kringum augun svo hún verður áferðafallegri og ásýnd augnanna frísklegri. Ég er bæði hrifin af þessum púðum frá Shiseido en eins líka púðunum frá Skyn Iceland sem fást á nola.is – HÉR – ég átti bara enga í skúffunum hjá mér til að taka mynd. Ég sjálf nota svona púða mikið og ef ég hef tíma á morgnanna er ekkert sem vekur mig betur en kælandi augnpúðar.

brúðarhúð3

Shiseido serumið er því miður ekki alveg í fókus en hér er um að ræða litla prufu sem ég fékk en varan lítur ekki svona út í raun. Serumið prófaði ég á sjálfri mér og ég varð ástfangin af áferðinni sem það gaf húðinni. Húðin varð svo þétt og falleg um leið og ég bar það yfir hana. Mér fannst eins og hún væri mjög rakafull og vel nærð og miklu áferðafallegri og sléttari. Serumið varð þar af leiðandi strax eitt af mínum uppáhalds og eiginlega bara uppáhalds uppáhalds! Serum er gott að nota á undan rakakremi þar sem það fer lengra inní húðina en kremin og vinnur uppað yfirborði húðarinnar og kemur því með virkni á móti kremum.

Nýjasta merkið sem ég er skotin í er Embryolisse. Hér sjáið þið eitt stykki beisik rakakrem sem er alveg dásamlegt og svo létt og fallegt. Þetta krem er svo fallegt undir alla farða og það án efa fullkomnar allar farðanir. Embryolisse er merki sem allir förðunarfræðingar dásama og nota mikið. Þar held ég að styrkur merkisins sem er einfaldleikinn og engin flókin loforð spili stórt hlutverk – að sjálfsögðu líka áferðin sem kremið gefur. Ég hlakka til að prófa fleiri vörur frá merkinu mig dauðlangar eiginlega bara í allt. Þetta krem er blanda af virkum náttúrulegum innihaldsefnum með þekkta virkni, ríkt af fitusýrum og vítamínum. Vörurnar frá Embryolisse fást á nola.is – sem er vefverslun sem er alveg að slá í gegn alla vega hjá mér :D

brúðarhúð2

Kosturinn við Bobbi Brown kremin – hér sjáið þið rakakrem fyrir andlitið og rakakrem fyrir augun – er ekki bara sá að þetta eru ábyggilega einar fallegustu húðvöruumbúðir sem fást á Íslandi (elska einfaldleikann við þær) heldur fara þær fljótt inní húðina og gefa henni samstundis raka. Í brúðarförðunum dugir ekki að vera með mjög þykk og virk krem því þau geta setið lengi á yfirborði húðarinnar og ef þau fá ekki góðan tíma til að fara inní hana geta kremin smitast við farðann og hann þar af leiðandi orðið kannski ekki alveg eins og hann á að vera.

Bobbi Brown kremin eru létt rakakrem sem eru ekki þykk en alls ekki þunn, mér hefur fundist þau koma mjög vel út á langflestum brúðum. Auðvitað aðlaga ég þó kremavalið að hverri konu og ef ég er til dæmis með brúði sem er með olíumikla húð þá vel ég frekar krem sem er hugsað til að draga úr þessari olíustarfsemi. Ég reyni líka þegar ég fæ konur í prufuförðun að gefa þeim tips ef þær biðja um það um hvernig húðvörur þær eigi að nota til að húðin fái að njóta sín sem best á stóra daginn.

Mér finnst fátt skemmtilegra en að taka að mér brúðarfarðanir og mér finnst eiginlega bara sumarið í ár vera sérstaklega skemmtilegt vegna allra brúðarfarðananna sem hafa einkennt það. Það er mikill heiður að fá að taka þátt í þessum stóra degi með konum sem eiga allar skilið að eiga áhyggjulausan og dásamlegan dag. Svo þykir mér ekkert skemmtilegra en að fá fallega kveðju frá brúðum að deginum loknum það segir mér að ég sé að gera eitthvað rétt. Ef þið hafið viljið vita meira eða panta prufu/brúðarförðun hafið þá endilega samband á ernahrund(hjá)trendnet.is – ég svara öllum spurningum með glöðu geði en ég mun líka skrifa meira á næstunni um það hvernig ég hátta brúðarförðunum sem ég tek að mér.

EH

Vörurnar sem ég skrifa hér um fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

Gjöf til að gleðja aðra

Skrifa Innlegg