fbpx

Spurt&Svarað: Karin

Ég Mæli MeðHúðMakeup ArtistNetverslanirSnyrtivörur

Ein af þeim yndislegustu konum sem ég hef verið svo heppn að fá að kynnast á síðustu árum er hún Karin Kristjana. Það er eiginlega hálf kjánalegt að við náðum ekki að kynnast almennilega fyr en synir okkar byrjuðu saman hjá dagmömmu þar sem við höfum alltaf svona vitað af hvor annarri í gegnum förðunarheiminn. Karin er algjör perla, húmoristi og ein af þeim brosmildustu sem ég hef kynnst – hún hefur líka sannað það fyrir mér og öllum í kringum sig að maður á ekki að láta neitt stoppa sig en fyrir ári síðan opnaði hún vefverslunina nola.is. Á örstuttum tíma hefur Karin sannað sig í þessum risastóra förðunarheimi með sýna dásamlegu verslun en þar er hún með vörur frá hinum ýmsu merkjum. Mörg merkjanna eru nú þegar orðin ómissandi í minni snyrtibuddu t.d. Skyn Iceland, Anastasia Beverly Hills, Embryolissem, ILIA og allar vörurnar frá Sara Happ!

Ég fékk að senda nokkrar spurningar á hana Karin og svörin stóðu að sjálfsögðu ekki á sér og hér fæ ég að deila þeim með ykkur…

10370954_10152561156140194_2443870929385742586_n

Mynd: Íris Dögg

Hvað er skemmtilegasta förðurnarverkefnið sem þú hefur tekið að þér og hvert er draumaverkefnið þitt?Úff þegar stórt er spurt….ég er ekki viss um að ég geti nefnt eitthvað ákveðið, finnst öll verkefni svo ólík og skemmtileg á sinn hátt. Skemmtilegast er þó að vinna með góðu fólki. En jú auðvitað stendur uppúr að farða Karolínu beauty editor af rússneska VOGUE, að fara út á NYFW og Danish Fashion Week, gera auglýsingar, tískuþætti, bíó og þess háttar en ég finn samt að ég er alltaf í essinu mínu þegar ég er að farða venjulegar konur sem eru að gera vel við sig fyrir viðburði því það er svo gaman að sjá viðbrögðin þeirra þegar þær líta í spegil og ljóma.

Hvaða snyrtivörur eru í uppáhaldi hjá þér?
Ég nota heilan helling af snyrtivörum og þá aðallega Skyn ICELAND. Ég er gjörsamlega heilluð af þessum vörum, virkninni og sögu merkisins. Ég er líka orðin mjög meðvituð um innihaldsefni og þessar vörur henta mínum ramma. Ég gjörsamlega elska: Nordic Skin Peel, Arctic Elixir, the ANTIDOTE Cooling Daily Lotion, Pure Cloud Cream og Oxygen Infusion Night Cream. Svo nota ég líka Argan Oil Light frá Josie Maran.

10636177_756537234403981_7058841980616742505_n

Hvaða ilmvatn er í uppáhaldi hjá þér?
Ég hef í mörg ár notað CK Be frá Calvin Klein og elska þennan ilm á báðum kynjum. Hinsvegar er vinkona mín alltaf að blanda saman ilmkjarnaolíum og er búin að búa til sína lykt. Það er svo fáránlega góð lykt af henni að ég er líka að vinna í því að finna mína lykt með hreinum ilmkjarnaolíum. Þetta er í vinnslu, þangað til sniffa ég bara af henni ;-) hihi

Hvaða snyrtivara/förðunarvara er á óskalistanum?
Mig langar soldið að prófa farða frá YSL og Dior. Mig langar líka í nokkrar vörur frá IT Cosmetics, Ég slefa yfir Hourglass merkinu eins og það leggur sig, langar líka í augnskugga frá ColourPop, highlight frá BECCA, Liquid Lipsticks frá Anastasia, airbrush farðann í spreybrúsanum frá Sephora, allt frá OCC Cosmetics.….við skulum bara stoppa hér því þessi listi endar aldrei.

11057317_846062345451469_8782858929293963838_n

Vörurnar frá ILIA eru alveg æðislegar – persónulega er ég hrifnust af kinnastiftunum og maskarinn er æði, í fyrsta sinn sem é prófa maskara frá lífrænu merki sem gefur öðrum ekkert eftir! – EH

Lýstu fyrir okkur hvernig fullkomin vorförðun væri í þínum huga.
Brúnkuspreyið frá Saint Tropez til að fá smá húðlit, ekki veitir af eftir þennann vetur, Tinted Moisturizer frá ILIA, Concealer frá ILIA eða Line Smoothing Concealer frá Clinique, Contour Pallettan frá ANASTASIA, Polkadots & Moonbeam krem highlight frá ILIA, Krem kinnalit (Multistick frá ILIA) get ekki valið lit, Perfect Brow Pencil frá ANASTASIA og Tinted Brow Gel og hafa brúnirnar soldið miklar. Á augun myndi ég blanda saman Era og Shroom (MAC), ILIA maskari og stök augnhár (knot free) frá Modelrock Lashes, Á varirnar myndi ég svo setja fallegan bjartan lit frá ILIA, ColourPOP, Hourglass, OCC, MAC eða…..eða… – Fullkomin vorförðun sem hægt er að útfæra fyrir hverja einustu konu.

Hvaða merki er í áberandi miklum meiri hluta í þinni snyrtibuddu?
Mac, ILIA, OCC, Clinique, Anastasia Beverly Hills…

10703958_797481190309585_6959984376761881642_n

Ef þið hafið ekki prófað Dipbrow Pomade frá Anastasia Beverly Hills þá eruð þið að missa af miklu – ein sú allra besta augabrúnavara sem ég hef prófað! – EH

Hvaða 5 förðunarvörur eru ómissandi hjá þér?
Farði, hyljari, augabrúnablýantur, maskari og varasalvi í töskuna mína en fyrir kittið mitt er það: Studio Finish Concealer pallettan frá MAC, P&P loose powder frá MAC, Tinted og Clear Eyebrow Gel frá Anastasia, Peek-A-Boo gloss frá ILIA & augnskuggapalletturnar. Svo má ekki gleyma “börnunum mínum”/allir burstarnir ;-)

Hvað er að frétta af nola.is og er eitthvað spennandi framundan?
Það er sko allt frábært að frétta af nola.is. Ný síða kemur í loftið á næstu dögum, erum komin með nýtt lógó sem var hannað af snillingum hjá Brandenburg, mikið af sjúklega flottum nýjungum og mögulegt samstarf milli merkja….það er alltaf eitthvað spennandi í gangi :)

10385381_849742458416791_9091062003560189003_n

Nýja logoið hjá nola – hrikaleg flott og ég get ekki beðið eftir að sjá nýju síðuna sem opnar innan skamms… – EH

Lumar þú á einu förðurnarráði í lokin sem þig langar að deila með okkur?
Fyrst og fremst að skrúbba húðina og nota rakakrem að staðaldri svo farðinn verði ekki eins og sandpappír á húðinni. Fyrir þær sem eiga við það vandamál að stríða að augnskugginn dofni, fari í línur, eða jafnvel bara alveg af mæli ég með að nota alltaf Paint Pot frá MAC undir, hann virkar eins og lím fyrir púður augnskugga. Nota púður í algjöru lámarki.

Húðin mín gæti persónulega ekki lifað án þessara tveggja vara – Lait-Créme Concontré og The Antidote Cooling Daily Lotion – EH

Ég vona að ég hafi náð að kynna þessa perlu aðeins fyrir ykkur en annars mæli ég endregið með að þið lesið viðtal við hana sem birtist nýlega í NUDE Magazine HÉR.

Svo hlakka ég mikið til að sjá nýju síðu nola.is en Karin lofar einhverju fjöri í kringum það inná Facebook síðu merkisins sem þið ættuð endilega að fylgja – NOLA.IS Á FACEBOOK – ég er alla vega mega spennt!

Takk fyrir þetta Karin mín – tökum kaffi FLJÓTT! ;)

EH

Annað Dress: RFF dagur 2

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Sara

    18. March 2015

    Nordic skin peel, er það eins og skrúbbur? Þ.e virkar svipað til þess að djúphreinsa óhreinindi og dauðar húðflögur? Sem hægt er að nota ca 2 í viku? Ég er mjög spennt að prófa þessar vörur og mikið rosalega er þetta falleg og flott kona Karin Kristjana.

    • Þetta eru svona djúphreinsandi skífur ég nota þær helst sjálf á morgnanna til að hreinsa húðina því þær hreinsa svo svakalega vel og fríska uppá húðina! Ég nota þær svona 2-3 í viku bara eftir ástandi og minni s.s. þegar ég man eftir þeim ;)

  2. Brynja Sóley Stefánsdóttir

    21. March 2015

    Skemmtilegt viðtal við flotta konu :)