fbpx

Spurningar og svör fyrir verðandi brúðir í RMJ

Ég Mæli MeðFallegtLancomeMakeup ArtistMakeup TipsReykjavík Makeup Journal

Fyrir ykkur sem eruð nú þegar búnar að tryggja ykkur eintak af nýjasta Reykjavík Makeup Journal eru það engar nýjar fréttir að þemað í gegnum blaðið er sumar og brúðkaup!

Ég er alveg svakalega montin með blaðið sem mér þykir það besta hingað til. Ég vildi hafa þema blaðsins ríkjandi í öllum helstu liðum þess og ég fékk því að nýta mér smá brúðkaupshugmynda hópinn á Facebook til að fá spurningar frá verðandi brúðum um hitt og þetta tengt förðuninni á stóra deginum til að hafa í liðnum Bjútíklúbburinn. Ég var búin að plata vinkonu mína og snillinginn Kristjönu sem starfar fyrir Lancome hér á Íslandi. Í mínum huga kom aldrei nein önnur til greina til að fara fyrir þessum lið í blaðinu, Kristjana er reynslubolti og ein sú hæfileikaríkasta þegar kemur að brúðarförðunum hér á landi og svo finnst mér Lancome líka vera alveg fullkomið merki fyrir brúðarfarðanir. Upp kom svo líka að förðunin sem Kristjana gerði fyrir Lancome fyrir blaðið var valin til að prýða forsíðu blaðsins í þetta sinn.

001

Ég kom sjálf ekki nálægt því að velja forsíðuna sem er kannski mjög sérstakt af ritstjóra að gera en ég gat á engan hátt valið á milli þessara fallegu farðana og setti því valdið í hendur starfsmanna Hagkaup sem voru öll á því að þessi fallega mynd ætti að prýða forsíðu blaðsins og ég er mjög sátt með þeirra val.

En Kristjana fékk ýmsar forvitnilegar spurningar frá verðandi brúðunum og mér þótti mjög gaman að lesa í gegnum svörin hennar og ég vona að þið séuð sama sinnis…

Hér sjáið þið svo liðinn, spurningarnar sem bárust og svörin hennar Kristjönu.

084 085

Það er margt forvitnilegt sem hægt er að læra af þessum svörum og ráðleggingum hennar Kristjönu. Ég vona að þið séuð með mér í því að finnast Lancome vera merki sem hentar sérstaklega vel fyrir stóra daginn. Ég reyndi að velja vörur inní liðinn með tilliti til svaranna hennar Kristjönu og reynslu minni af merkinu. En það er skemmtilegt að taka það líka fram að sumarlúkkið frá Lancome heitir í ár Oui! og einkennist af vörum sem eru hannaðar með brúðkaup og brúðarfarðanir í huga…

11393122_853413304706741_2555789961528060257_n

Ef þið hafið áhuga á að skoða línuna og vörurnar í henni betur þá er um að gera að nýta sér tækifærið um helgina en þá er 20% afsláttur af öllum vörum frá Lancome í Lyf og Heilsu Kringlunni frá deginum í dag 11. júní og til 14. júní. Ég efast ekki um annað en að þið finnið hana Kristjönu í versluninni á þessum tíma eða Hildi, Stellu og Báru sem vinna líka fyrir merkið hér á landi. Allar eru þær miklir reynsluboltar á sínu sviði og geta ráðlagt ykkur með það sem þið þurfið!

Annars minni ég á að Reykjavík Makeup Journal má nálgast frítt í næstu snyrtivörudeild Hagkaupa um allt land. Blaðið er frítt og stútfullt af spennandi efni! Ég veit það er ekki mikið eftir af upplagi blaðsins svo endilega grípið ykkur eintak á meðan það er enn til!

EH

Stórkostlegur japanskur garður í Den Haag

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Erna

    11. July 2015

    Hæhæ mig langar svoo að eignast öll blöðin a prenti, er það nokkuð hægt? Væri til i að kaupa þau…..mjög svekkjandi þegar maður byr uta landi og kemst ekki i Hagkaup auðveldlega að geta ekki pantað þau prentuð a netinu eg veit þau eru til a netinu frí samt en það er bara svo mikið skemmtilegra að skoða og eiga blöð hah:)
    Btw bloggið þitt er mitt uppáhalds skoða það endalaust þess vegna langar mig extra mikið að komast i að skoða þessi blöð!

    • Hæ! Takk kærlega fyrir falleg orð – ég hvet þig bara til að hafa samband við skrifstofu Hagkaupa – reyndar gæti verið að blað nr. 2 sé uppselt það kláraðist alla vega mjög hratt – en þú átt alltaf að geta haft beint samband við Hagkaup og fengið það sent til þín, svo mundu endilega eftir því þegar það næsta kemur út :)