fbpx

Stórkostlegur japanskur garður í Den Haag

Ég Mæli MeðFallegtLífið Mitt

Eins og ég var aðeins búin að koma að þá erum við fjölskyldan nýkomin heim úr fríi í Hollandi nánar tiltekið frá borginni Haag. Þar býr bróðir pabba míns og starfar og við ákváðum að nýta okkur boð um fría gistingu og við komum til baka algjörlega heilluð af borginni og landinu. Við náðum að gera og skoða alveg heilmikið á þessum örstutta tíma sem við vorum þar en við ætlum klárlega að fara þangað aftur við fyrsta tækifæri!

Mig langaði að sýna ykkur garðinn sem við heimsóttum síðasta daginn okkar. Garðurinn var í partur af búgarði sem stendur inní miðri borg og var í einkaeigu enn var svo opnaður fyrir almenning. Inní garðinum er japanskur listigarður en fyrri eigandi garðsins var heilluð af japönskum blómum og gróðri og flutti inn til Hollands alls kyns tegundir og muni og úr varð einn fallegasti staður sem ég hef komið á. Við Aðalsteinn sögðum bæði hátt og snjallt VÁ þegar við komum þarna inn. Ég ímyndaði mér að þarna hefði nú svo sannarlega verið æðislegt að ganga um ein í rólegheitunum og njóta þessa gullfallega umhverfis.

Ég var með símann á lofti og langaði að deila með ykkur nokkrum myndum úr garðinum og japanska garðinum líka…

japanskurgarður23

Um leið og maður kom inn í garðinn tóku ofboðslega falleg blóm við manni í alls konar glæsilegum litum!

japanskurgarður22 japanskurgarður21

Hér sjáið þið svo myndir úr japanska garðinum – þetta var alveg stórkostlegt!

japanskurgarður20 japanskurgarður19

Sjáið þessa liti!

japanskurgarður18 japanskurgarður17 japanskurgarður15 japanskurgarður14

Krúttlegt bonzai tré :)

japanskurgarður13 japanskurgarður12 japanskurgarður11

Útsýnið frá einni brúnni yfir sýki…

japanskurgarður10 japanskurgarður9

30 vikna kúlan stækkar hratt!

japanskurgarður8

Litli krúttkallinn minn sem kom allt í einu hlaupandi til mín….

japanskurgarður7

… til að gefa mér blóm – ég bráðnaði…

japanskurgarður6

Tinni Snær skoðar gæsir með Kalla frænda.

japanskurgarður5

Tinni týndi blóm handa öllum – honum fannst þessir garðar alveg æðislegir.

japanskurgarður4 japanskurgarður3

Þessir litir ég bráðna!

japanskurgarður2 japanskurgarður

Það sem ég kunni líka svakalega vel að meta var að á öllum svona útisvæðum var gert ráð fyrir börnum. Alls konar æðisleg leiktæki fyrir börn á öllum aldri voru í boði og Tinni Snær skemmti sér konunglega og yfirleitt þurfti að múta honum til að ná honum í burtu.

Ég á eftir að sýna ykkur fleiri myndir frá þessari skemmtilegu borg sem ég mæli svo sannarlega með – hún er alls ekki langt frá Amsterdam en Schipol flugvöllurinn í Hollandi liggur eiginlega á milli þessara tveggja borga en það eru um 40 mínútur frá flugvellinum inní miðju borgarinnar.

EH

Nýjar gersemar

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Sigga Elefsen

    9. June 2015

    Oh, Den Haag er uppáhalds staðurinn minn í öllum heiminum ♡