Ég er með skraufþurra húð og þegar árstíðirnar breytast þá verður húðin mín sérstaklega slæm það á því vel við mig að svara eftirfarandi spurningu sem barst mér í gegnum borðann á forsíðunni.
Spurning:
Hæ! :-) Ég er búin að vera með mjög þurra húð síðan í vetur og finnst það hafa mikil áhrif á áferð meiksins sem ég hef notað mjög lengi. Ég er búin að prófa að nota kornakrem, maska og setja primer áður en ég set meikið á, en finnst það því miður ekki virka nægilega vel. Ertu með einhverjar hugmyndir fyrir mig? :-)
Svar:
Hæhæ:) ég luma á nokkrum ráðum og ég myndi eiginlega bara segja að það sé svolítið þitt að meta hvaða ráð geta hentað þér miðað við þurrkinn í húðinni þinni. Fyrsta sem ég vil ráðleggja þér er að nota feitt og gott rakakrem og reyna að fara ekki of sparlega með það. Reyndar er kosturinn við feit krem sá að þau eru mjög drjúg. Rakakremið a myndinni hér fyrir neðan er það sem heldur mér gangandi þessa stundina – ég nota það amk tvisvar á dag og er búin að vera á sömu krukkunni síðan í janúar – það finnst mér ansi góð ending.
Annað ráðið er rakamaski – ég sé að þú nefnir að þú hafir reynt maska í svarinu þínu en maskinn sem ég vil mæla með fyrir þig er frá Clinique og er tiltölulega nýkominn í verslanir. Ég ber hann á mína húð einu sinni í viku og sef með hann á mér og þríf svo bara húðina morguninn eftir.
Ég veit ekki hvernig þú ert en ég fæ þurrkubletti í húðina og sérstaklega í kringum augun þegar ég er slæm – þá verð ég rauð og þrútin og þá nota ég helst augnkrem eða collagen krem – ég get ekki útskýrt hvað það er en vörur sem eru sérstaklega gerðar til að vinna gegn öldrun í húðinni eða byggja upp varnir hafa reynst mér sérstaklega vel í barráttunni minni við þurrkinn. Við þessu nota ég núna augnkrem frá Clinique og collagen krem úr Youthcode línunni frá L’Oreal.
Þetta eru mínar uppástungur og ég vona svo sannarlega að þær virki fyrir þig:)
Gangi þér vel í barráttunni við þurrkinn!
EH
Skrifa Innlegg