fbpx

Sportlínan frá Y.A.S. er væntanleg í sumar

Á ÓskalistanumÉg Mæli MeðHreyfingStíll

Meðal flíkanna sem voru til sýnis í Y.A.S. showroominu voru íþróttaföt úr nýrri sportlínu frá þessu flotta undirmerki Vero Moda. Ég kolféll fyrir fatnaðinu en ég er svo sem alltaf að reyna að fara af stað í ræktinni en það hefur ekki enn tekist hjá mér – helst vegna tímaskorts. Ég þyrfti helst að fá kennslu í æfingum sem ég get gert sitjandi við skrifborð í vinnunni!

En þessi föt fá mig til að vilja skella mér út að skokka. Hér sjáið þið nokkrar myndir úr lookbookinu en fötin sem þið sjáið á myndunum eru öll væntanleg í sumar í verslanir Vero Moda. Ég hlakka sérstakleg til að sjá verðin á þeim en Y.A.S. flíkurnar eru með dýrustu vörunum inní versluninni sem eru nú samt ekkert sérstaklega há:)

Screen Shot 2014-05-04 at 4.05.21 PM Screen Shot 2014-05-04 at 4.05.51 PM Screen Shot 2014-05-04 at 4.06.01 PM

Þessar buxur eru í öðru sæti á óskalistanum mínum – beint fyrir neðan hlýrabolinn sem þið sjáið hér aðeins neðar.

Screen Shot 2014-05-04 at 4.06.28 PM Screen Shot 2014-05-04 at 4.06.39 PM Screen Shot 2014-05-04 at 4.06.57 PM Screen Shot 2014-05-04 at 4.07.17 PM Screen Shot 2014-05-04 at 4.07.43 PM

Ég er alveg sjúk í þennan hlýrabol!!

Screen Shot 2014-05-04 at 4.08.10 PM Screen Shot 2014-05-04 at 4.08.31 PM

Mér finnst þetta dress alveg fullkomið – ég myndi mögulega mæta í ræktina ef ég ætti svona falleg föt. Skemmtilegt hvernig munstrið er brotið upp með appelsínugula litnum.

Y.A.S. sportlínan er frábær viðbót inní flóruna af íþróttafatnaði sem er orðin mjög fjölbreytt hér á Íslandi. Vonandi er þessi lína komin til að vera.

EH

Förðunin á The Met Gala

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

5 Skilaboð

  1. Helga

    6. May 2014

    Þá er bara að vona að gæðin séu góð í þessum íþróttavörum.

  2. Sirra

    6. May 2014

    ok við þurfum klárlega að fara að æfa saman í svona flottum fötum!

  3. Thorunn

    6. May 2014

    Jiii Erna, værir nú flott með mér á æfingu í þessari múnderingu! ;) Þú segir bara til

      • Thorunn

        7. May 2014

        hhahahahah! JÁ get kennt þér að hanga svona fínt eins og ég geri alltaf- brennir 1000 kcal skiptið