fbpx

Spennandi snyrtivörunýjungar 2014 #1

FörðunarburstarNýjungar í Snyrtivöruheiminum

Þegar maður fylgist eins mikið með því sem er að gerast í snyrtivöruheiminum og ég þá veit maður oftast af öllum nýjungum langt á undan mörgum öðrum. Mér fannst kominn tími til að segja fleirum frá þeim í staðin fyrir að halda bara upplýsingum fyrir mig sjálfa:)

Fyrstu nýjungarnar sem mig langar að segja frá eru frá mest seldu förðunarburstum landsins, Real Techniques. Alls á að bæta fjórum burstum við úrvalið hjá merkinu. Það er kannski best að ég taki það fram strax að það er ekki á hreinu hvaða vörur munu rata til Íslands.

Það sem ég kann svo sérstaklega vel við með merkið sem framleiðir burstana er að það hlustar svo vel á viðskiptavini sína, það gerir Samantha að sjálfsögðu líka. Eftir að burstarnir höfðu verið í sölu í einhvern tíma var ákveðið að bæta við burstum sem viðskiptavinirnir kölluðu eftir. Í kjölfarið bættust við burstar eins og Expert Face Brush og Setting Brush – einmitt uppáhalds burstarnir mínir. Miðað við það sem ég hef heyrt hafa íslenskar konur kallað mest eftir stökum varalitabursta og nýjum eyelinerbursta. Við á Íslandi erum ekki einar um að vilja það heldur líka konur í fleiri löndum, en svona burstar eru einmitt væntanlegir hjá merkinu.

Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri:

Retractable Bronzer Brush:
Þennan bursta er ég mjög forvitin að prófa, burstinn er mjög stinnur og þéttur og er ætlaður til að bera á létt sólarpúður og púður til að matta húðina. Áferð púðursins verður létt og náttúruleg. Burstann er hægt að taka saman og minnka svo hann fer vel í tösku og tekur ekki mikið pláss.

Retractable Kabuki Brush:
Ég er ekkert hrifnari af kabuki burstum en öðrum. Þessi hentar þó vel fyrir ykkur sem notið steinefnafarða eða púðurfarða dags daglega og viljið fá þétta og matta áferð. Þennan er líka hægt að taka saman og hann fer þess vegna vel í tösku.

Retractable Lip Brush:
Þetta er bursti sem er nauðsynlegt að fá hingað að mínu mati alla vega. Varalitaburstinn sem er til fyrir er partur af Starter Set förðunarburstasettinu en það þarf eiginlega að vera hægt að kaupa hann stakan líka. Þessi er flottur til að vera með í snyrtibuddunni á ferðinni til að bæta á varalitinn fyri kvöldið. Það er lok sem fylgir með sem kemur í veg fyrir að litur sem er í burstanum smiti frá sér.

Silicone Liner Brush:
Ég er langspenntust yfir þessum bursta. Held að sílíkonið geri það að verkum að eyelinerlínan verður alltaf fullkomin. Engin hár sem geta flækst fyrir svo línan verði ekki alveg jöfn. Þennan er ég mjög spennt að prófa.

Sjálf vil ég fá þessar nýjungar en einnig langar mig að Travel Set burstasettið sé fáanlegt hér á Íslandi. Það sett inniheldur einn bursta úr hverjum flokki. Appelsínuguli burstinn er Essential Foundation Brush, þetta er flatur og kúptur bursti sem er hugsaður til að bera á fljótandi förðunarvörur. Fjólublái burstinn er Doomed Shadow Brush, kúptur, stór og þéttur bursti sem er flottur til að bera augnskugga á og til að skyggja. Bleiki burstinn er svo Multi-Task Brush, eins og nafnið gefur til kynna er hægt að nota hann í ýmislegt t.d. allar púðurförðunarvörur. Hugsunin á bakvið settið er að þetta séu burstarnir sem maður þarf á ferðalögum til að farða sig og þeir sem maður ætti alltaf að vera með í töskunni til að fríska uppá lúkkið.

Screen Shot 2013-12-28 at 11.07.13 PM

Önnur vara sem er líka tiltölulega ný frá merkinu en er reyndar ekki enn komin í sölu hér á Íslandi er Miracle Complexion Sponge. Ég á þennan en hef ekki almennilega enn notað hann. Hann er rosalega þéttur svo hann er ekki að sjúga neitt rosalega mikið af vöru inní sig. Hann er svona svar Real Techniques við Beautyblender svampinum sem er búinn að vera ótrúlega vinsæll undanfarið. Ég hef reyndar ekki prófað hann heldur, ég er meiri burstakelling ;)RTE-01426-11

Þið getið þó haft áhrif á úrvalið með því að segja ykkar skoðun á því hvaða bursta ykkur finnst vanta hér á Íslandi frá Real Techniques í athugasemd við þessa færslu – ég lofa að koma því til skila!

Sjálf er ég spenntust fyrir kabuki burstanum og eyeliner burstanum af nýjungunum ;)

EH

Heima hjá mér

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

11 Skilaboð

  1. Sól Margrét

    29. December 2013

    Úúú spennandi, þessir bustar sem ég hef prófað eru svo góðir.

  2. Silja M Stefáns

    29. December 2013

    Ég krossa putta fyrir stökum varalitabursta! :)

  3. Agata Kristín Oddfríðardóttir

    29. December 2013

    Mig langar svo í svarta kabuki burstann.. en það er kannski þar sem hann er einn af fáum sem mig vantar af þeim sem eru til nú þegar. Finnst bara svo mikil snilld að geta tekið hann í sundur.

  4. Elísabet

    29. December 2013

    ég keypti mér svampinn um daginn í glasgow og ég er að elska hann :)

  5. Viktoria Kr Guðbjartsdóttir

    30. December 2013

    Úúú spennandi, er mest til í að próa eyeliner burstann er klaufi yfir höfuð kannski þessi sílikon sé betri fyrir mig :)

  6. Íris Ósk

    30. December 2013

    Ég myndi líklega fá mér bæði varalitaburstann og ferðasettið ef það væri til á Íslandi. Kannski eyeliner burstann líka, þyrft að skoða hann fyrst.

  7. Ásta Rún

    6. January 2014

    Eyeliner burstann og varalitaburstann :)

  8. Helena Friðjónsdóttir

    6. January 2014

    Ég væri til í bronzer burstan, svampin og travel settið. Ég væri líka mikið til í hvítu duo-fiber bursta settið frá þeim, er engin séns að þeir komi til landsins?

  9. Sigrún H.

    6. January 2014

    En hvað með Duo- fibre burstana?

    • Reykjavík Fashion Journal

      6. January 2014

      Þeir eru one shot árið 2013, svo það er ólíklegt að þeir komi því miður ég skal þó spurja um þá fyrir ykkur :)