fbpx

Heima hjá mér

Fyrir HeimiliðLífið Mitt

Ég og Aðalsteinn tókum smá kast um daginn og breyttum öllu heima hjá okkur fyrir jólin. Íbúðin okkar er mjög opnin en við höfðum aðeins hólfað hana niður með húsgögnum. Við ákváðum svo allt í einu að hætta því og nýta þetta flotta rými sem við höfum.

Breytingarnar gerðum við í kjölfarið á því að það bættist við nýtt húsgagn á heimilið ef húsgagn má kalla. Okkur hafði lengi langað í mottu fyrir heimilið en aldrei fundið þá réttu, kannski helst af því við vissum aldrei hvernig mottu okkur langaði í og ef við fundum hana þá var hún rándýr.

heima heima2

Mottuna fengum  við í IKEA á 14.990 kr – þið sjáið allt um hana HÉR. Mottuna er hægt að fá í nokkrum stærðum en við erum með stærstu stærðina. Ég mæli hiklaust með mottu inní stofu, það er ótrúlega þæginlegt að ganga á henni og svo er fínt þegar við fáum gesti í heimsókn að það er bara hægt að sitja á gólfinu, á mottunni. Rýmið verður líka miklu hlýlegra og svo er fínt að mottan tekur höggið af öllum hlutum sem Tinni tekur af stofuborðinu og hendir á gólfið.

heima3

Annað sem þið sjáið á myndunum er:

Stofuborð: Stockholm frá IKEA
Sófi: IKEA
Hillur: Bauhaus
Lampi: IKEA
Teppi: Ratzer, Hrím Hönnunarhús
Púði: NotKnot
Lampi: Herra Barri frá Tulipop
Pappa Hreindýr: Hrím Hönnunarhús
Ljós: IKEA
Ljósasería: Heimagerðar jólabjöllur frá langömmu Aðalsteins
Kertastjakar: Kahler, Hrím Hönnunarhús

 Ég reyni eftir fremsta megni að hafa voða kósý heima hjá mér, ég er ekki þessi týpa sem vill hafa allt hvítt og í röð og reglu. Ég breyti reglulega til og færi hlutina mína til. Mér finnst mikilvægt að manni líði vel heima hjá sér og það geri ég heima hjá mér:)

Venjulega er nú samt allt í rúst heima hjá mér – þið kannski kannist við þannig ástand. En nú erum við að reyna eftir fremsta megni að halda heimilinu hreinu þar sem það styttist í 1 árs afmælisveislu!!!

EH

Ég er Völva DV í ár

Skrifa Innlegg