fbpx

Spennandi nýjungar

Ég er alveg húkkt á nýjungum í snyrtivöruheiminum og fylgist vel með hverjar þeirra rata á litla landið okkar! Hér eru nokkrar sem eru á leiðinni eða nýkomnar;)Þessi ómótstæðislega augnskuggapalletta frá Smashbox – hún er partur af sumarlínu merkisins sem nefnist Heat Wave. Mín reynsla af augnskuggum frá merkinu er bara góð svo ég hlakka til að fá að prófa þessa. Augnskuggarnir eru þéttir í sér en samt kremaðir sem gerir það að verkum að það er svo auðvelt að nota þá og blanda þeim saman. Litirnir í þessari pallettu finnst mér mjög fallegir og mér sýnist hún bjóða uppá það að það sé hægt að nota skuggana bæði hversdags og við hátíðlegri tilefni.
Ég skrifaði um þennan maskara fyrir stuttu og ég er búin að fá staðfestingu á því að hann sé væntanlegur. Formúla maskarans inniheldur m.a. blá litapigment sem gefa augunum aukinn ljóma – hlakka til að sjá hvort hann virki, maskarinn fær alla vega fína dóma á netinu.Flottar náttúrulegar augabrúnir eru málið í sumar og núna fáið þið allt til að fullkomna ykkar brúnir hjá MAC. Blýantar með bursta á endanum, augabrúnaduo sem innihalda augnskugga í tveimur litum og augabrúnagel í lit – já það hljómar jafn vel og það lúkkar. Það er mikið búið að kalla eftir sýnikennsluvideoi fyrir augabrúnir, það er núna komið á dagskránna hjá mér og verður gert með þessum vörum.Colorshow naglalökkin frá Maybelline eru loksins á leiðinni til landsins – ég held ég sé búin að bíða eftir þessum fréttum í rúmlega ár núna. Pantaði síðasta sumar nokkur frá Bandaríkjunum til að prófa. Ég hef þó ekki hugmynd um hvaða litir eru að koma en það verður ábyggilega flott litaúrval. Þetta eru lökk í frekar litlum umbúðum og pensillinn er líka mjór og flottur svo það er auðvelt að gera t.d. flott munstur á neglurnar með þeim.

Long-Wear Even Finish Compact farði frá Bobbi Brown. Farðanum er líst sem léttum farða sem gefur andlitinu jafna og mjúka áferð. Ég er með þennan heima og er að testa hann vel fyrir ykkur – mér líst virkilega vel á hann. Það er auðvelt að setja hann á og bæta á yfir daginn – held þetta sé flottur farði til að eiga í snyrtibuddunni.

Ég veit líka um þó nokkur CC krem sem eru á leiðinni til landsins og munu fást í sumar – en ég veit ekki alveg hvort ég megi segja strax frá því hvaða merki það eru en það styttist í það. Hlakka þá til að gera BB vs CC krema færslu. Líst ykkur ekki ágætlega á þessar nýjungar?

EH

 

Spurning & Svar - Eyeliner

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Erla

    24. April 2013

    Hæ hæ. Mér finnst rosalega gaman að lesa um allar förðurnarvörurnar sem þú ert að fjalla um og horfa á sýnikennslurnar :) En værirðu nokkuð til í að hafa sýnikennslu t.d í því hvernig eigi að setja á sig “dagsdaglega” augnskugga? Ég er nefnilega alltaf í hálfgerðum vandræðum með það, þ.e.a.s hversu langt upp á augnbeinin augnskugginn eigi að fara og hvernig ná eigi hinu fullkomna natural – looki, ef þú skilur mig :)

    Kveðja,
    Erla