fbpx

Spennandi nýjungar

Estée LauderMakeup ArtistNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtivörur

Með haustinu koma alltaf fullt af spennandi snyrtivörunýjungum. Ég er nú þegar komin með mjög mikið af nýjungunum og er í þessum töluðu orðum að mynda allt bæði vörurnar sjálfar og „swaps“ (strokusýnishorn). Ein af nýjungunum sem ég er mjög spennt að prófa er frá merkinu Estée Lauder. Það er ótrúlega mikið lagt í launchið fyrir vöruna og auglýsingar fyrir hana hafa verið sýnilegar undanfarið í tískutímaritum.

Advanced Night Repair Synchronized Recovery Complex II – en þetta er endurbætt útgáfa af upprunalega Advanced Night Repair seruminu sem einhverjar ykkar gætu kannast við. Ég er aðeins búin að lesa mér til á netinu um vöruna og rak augun í alveg hreint magnaðar sölutölur. Af upprunalega seruminu selst 1 stk á 9 sekúndna fresti. Það segir án efa margt um gæði vörunnar – en afhverju þá ekki að halda áfram að selja það. Snyrtivörumerki eru jú alltaf í mikilli samkeppni og þeir hjá Estée Lauder eru ábyggilega ekki tilbúnir til að eitthvað annað merki fari að stela kúnnum. Þess vegna er lögð mikil áhersla á það að nýja útgáfan af seruminu inniheldur alveg það sama og upprunalega varan. Það er ekki búið að skipta út neinum efnum fyrir önnur svipuð og ódýrari. Það er einungis búið að endurbæta formúluna svo hún skili ennþá betri niðurstöðum fyrr fyrir húð þess sem notar hana.

Serumið er borið á hreina húð á morgnanna og kvöldin – setjið einn dropa af serumi á hvern fingur annarar handar. Nuddið höndunum saman og nuddið því svo inní húðina. Serumið er borið á á undan rakakremi – ég sjálf myndi alla vega setja á mig rakakrem eftir að ég nota serumið en það er auðvitað misjafnt og allt leyfilegt. Seruminu er ætlað að mýkja húðina, gefa henni raka, styrkja hana og jafna húðlitinn auk þess sem það byggir upp varnir gegn öldrun húðar og berst á móti fínum, óvelkomnum línum :)

Ég ætla að nota þetta serum núna reglulega – svona vörur myndi ég segja að henti öllum aldri. Svona serum þyrfti ég kannski ekki að nota alltaf – en reglulega af því ég er mikið að mála mig og þríf húðina stundum oft á dag. Þá þarf húðin smá hvíld og dekur – þá er svona serum fullkomið. Ég nota reglulega Night Repair augnserumið frá Estée Lauder og mér finnst það æðislegt – dregur úr þrotanum sem myndast í kringum augun mín. Ef húðina ykkar skortir eitthvað af þeim atriðum sem þetta serum gerir fyrir húðina ættuð þið að tékka á því.

Miðað við vörulýsingar sem ég hef lesið mér til um myndi ég segja að það hentaði öllum húðtýpum – það er olíulaust svo þið sem eruð með blandaða húð þurfið ekki að vera hræddar við að prófa.

Þetta er virkilega flott vara – það er mikið magn í flöskunni og serumið er drjúgt svo flaskan ætti að endast í dágóðan tíma. Hlakka til að segja ykkur frá niðurstöðunum mínum eftir nokkrar vikur :)

EH

Leyndarmál Makeup Artistans

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Vilborg

    2. September 2013

    Fékk að prufa þetta serum um daginn og þetta er æði ég er með hræðilega húð hún er mjög þurr og roslega olíumikil undir húðinni en með þessu lagaðist þurrkurinn og olían heldur sér í jafnvagi ég mæli hiklaust með þessu þó að þetta kosti nokkrar þúsundkalla veit reyndar ekki hvað þetta kostar á íslandi en hér er þetta pínu dýrt en þess virði :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      3. September 2013

      Það er einmitt það sem ég hef heyrt – en ef snyrtivörur virka og standa við það sem auglýsingarnar segja um þær þá eru þær alltaf þess virði að kaupa :)

  2. Auður

    4. September 2013

    Ég er með eina spurningu.. Eru þessir dropar eins og EGF-húðdroparnir?

    :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      4. September 2013

      Já ég myndi segja að þetta væri svipuð vara en ég þekki ekki nógu vel til EGF dropanna – en mig minnir að þessir séu samt sem áður ódýrari:)

      • Auður

        4. September 2013

        Okei, takk fyrir þetta :)