fbpx

Leyndarmál Makeup Artistans

Makeup ArtistMakeup Tips

Ráði hérna að neðan eru öll útfrá einu skemmtilegu förðunarráði – að setja hvítt undir liti til að gera þá meira áberandi.

Hér koma nokkur dæmi þar sem þið getið nýtt ykkur þetta ráð:

Til að gera áberandi litaðan eyeleiner. Setjið línu með hvítum eyelinerblýanti meðfram augnhárunum ykkar og setjið svo augnskugga í þeim lit sem þið viljið yfir hvíta litinn. Þið getið líka skipt upp línunni og gert marglitaðan eyeliner. Hvíti liturinn ýkir litinn á eyelinernum ykkar svo hann sést miklu betur!

Þið getið líka sett hvíta litinn yfir allt augnlokið ef þið viljið gera áberandi augnförðun. Ég nota það ráð t.d. ef ég er að gera dragförðun sem kemur nú alveg fyrir reglulega. Ég nota oft bara hvítan kremaðan augnskugga en ég hef heyrt mjög góða liti um jumbo eyelinerana frá NYX sem er einmitt fáanlegur í hvítu.

Grunnið neglurnar ykkar með hvítu naglalakki og setjið svo flottan lit yfir. Naglalakkið sem þið setjið yfir hvíta lakkið verður miklu þéttara, liturinn verður flottari og það koma engar ójöfnur í litinn. Hvítt naglalakk fáið þið t.d. hjá L’Oreal, OPI og Maybelline. Ef þið eruð svo heppnar að búa þar sem merkið Revlon fæst þá voru á koma á markaðinn tvöföld naglalökk þar sem hvíti liturinn er öðrum megin svo áberandi litur hinum megin.

Langar ykkur í nýjan og flottan pastel varalit – það er algjör óþarfi á að kaupa sér alltaf nýjan og nýjan varalit það erum að gera að nota það sem maður á til. Ég efast ekki um að margar ykkar eigi flottan og áberandi varalit – grunnið varirnar með hvítum eyeliner og setjið svo varalitinn yfir með varalitapensli og blandið þannig hvíta litnum saman við varalitinn. Hvíti liturinn lýsir litinn upp og matta áferðin á honum gerir varalitinn mattari svo hann endist ótrúlega lengi. Þið getið að sjálfsögðu líka blandað litunum saman á handabakinu áður en þið berið hann á varirnar.

Nokkur ráð fyrir ykkur inní helgina!

EH

Videoumfjöllun False Lash Wings

Skrifa Innlegg