fbpx

Spagettíhlýrar og skærar varir hjá Rag & Bone

FashionFyrirsæturSS14Trend

Tískuvikan í New York er nú þegar hafin. Mér finnst tíminn hafa svoleiðis flogið áfram og aðeins nokkrar vikur síðan ég var að skrifa síðast um tískuvikurnar. Þið sem hafið fylgst með mér í einhvern tíma vitið að ég er alltaf með iCalið í tölvunni tilbúið sirka 2 vikum áður en fjörið hefst en núna er það tómt. Ég lofa þó að reyna að standa mig og fjalla um þær sýningar sem mér finnst áhugaverðar. Rag & Bone er ein þeirra – ég finn reyndar fyrir miklu stressi þegar ég fer í gegnum þessar myndir. Það er greinilegt að línan er innblásin frá 10. áratugnum og ég man bara alltof vel eftir trendum þess áratugs. Stressið er mjög líklega komið frá því að ég er ekki að átta mig á því hvað ég er orðin gömul – er reyndar bara 24 ára en innst inni er ég bara sjálfumglaður 18 ára verzlingur…

Leðurtopparnir og þykkbotna sandalarnir standa þó uppúr fyrir mér – mig langar í eitt svona par fyrir næsta sumar. Beint hálsmál, spagettíhlýrar og bolir undir hlýrakjóla allt eru þetta einkenni fatnaðar frá 10. áratugnum sem ég gæti kannski lært að meta aftur með tímanum. Aftur á móti er ég ekki að höndla lagskipta efnið í kjólnum á mynd nr. 8 – kannski vegna þess að jólakjóllinn minn þegar ég var 15 ára var úr nákvæmlega eins efni :/

Ég valdi nokkrar myndir frá style.com sem mér fannst sýna það helsta sem var í boði fyrir næsta sumar frá Rag & Bone:

MARC0021.450x675 MARC0036.450x675 MARC0086.450x675 MARC0098.450x675 MARC0170.450x675 MARC0234.450x675 MARC0257.450x675 MARC0296.450x675 MARC0338.450x675 MARC0406.450x675 MARC0434.450x675Ég er sérstaklega hrifin af skæra varalitnum mér finnst hann æðislegur – það hlakkar líka í mér af því ég á einn alveg eins í varalitasafninu mínu. Augun finnst mér frekar skrítin og fyrirsæturnar dáldið eins og þær séu andsetnar… – en ég þarf að sjá close up áður en ég get skorið úr um það hvort þær séu undarlega farðaðar eða hafi sofið illa nóttina fyrir sýninguna.

10. áratugurinn er svo sannarlega mættur aftur í öllu sínu veldi hjá Rag & Bone. Það verður gaman að sjá hvort fleiri merki séu sammála. Ætli við verðum aftur farnar að ganga með mjóar teygjur úr nylon sokkabuxum um hálsinn næsta vor – er mig að misminna eða voru þessi bönd ekki kölluð mellubönd?

Í heildina séð finnst mér þetta skemmtileg lína en inná milli eru flíkur sem ég er skíthrædd við og ætla ekki að koma nálægt.

EH

MAN magasín

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Steinunn Edda

    8. September 2013

    Alveg eins og neonappelsínuguli DARE úr Make Up Store – hann verður svo HEITUR í haust og vetur! yummmm