fbpx

Sólarvörn í sumar!

HúðmakeupShiseido

Besta leiðin til að verja húðina gegn ótímabærri öldrun er að nota sólarvörn og góða í þokkabót! Í sumar ætla ég að nota þessar varnir frá Shiseido og þá fer það bara eftir veðrinu hversu sterka vörn ég nota. Í miðjunni sjáið þið sólarvarnarsprey með SPF 15 þetta er snilld að hafa bara í forstofunni og spreya á sig áður en maður fer út úr húsi í sumar. Það er gott að hafa í huga að þó svo að þið sjáið ekki endilega ekki í sólina – kannski ský fyrir að þá ná geislar hennar alveg í gegn og þess vegna er gott að venja sig á að vera alltaf með smá vörn. Ég ætla að hafa spreyið bara í skiptitöskunni hún fer allt með mér þessa dagana;)

SPF 30 kremið held ég að henti mér dags daglega á sólríkum dögum – ég er með ofurljósa húð eins og þið hafið séð og ég get alveg brunnið illa ef ég er ekki að passa mig nóg – sérstaklega á öxlunum. Ég minnist þess með skelfingarsvip þegar ég tók tansession á svölunum heima hjá foreldrunum mínum fyrir nokkrum árum þar sem ég bar stundum á mig bara ólífuolíu… Mér fannst það besta leiðin við að ná lit yfir sumarið þar sem ég vann þá inni í Kringlunni og átti sirka einn frídag í viku sem var nýttur í að taka tanið alla leið ef veðrið leyfði. Ekki besta hugmynd sem ég hef fengið um ævina. SPF 50+ lotionið held ég að ég myndi einmitt setja á axlirnar mínar á sólríkum dögum það er eiginlega ekki eðlilegt hvað ég brenn auðveldlega þar.

Bæði kremið og lotionið gefa húðinni líka góðan raka yfir daginn og hrinda frá sér vatni í einhvern tíma svo ég tek varnirnar klárlega með mér á sundabakkann!

Í dag eru nú reyndar flestar snyrtivörur með góðar varnir í sér sbr. BB krem en þau erum við nú kannski ekki alveg að bera niður á bringu eða á hendurnar.

Hvet ykkur til að vera með mér í sólarvarnarátaki í sumar – setjum velferð húðarinnar í fyrsta sæti!!

EH

Sinfó & ÍD á Listahátíð

Skrifa Innlegg