Ég ákvað loksins að gera svolítið sem mig hafði lengi langað til að gera – fá innblástur frá stjörnu í makeup lúkk eða sýnikennslu – hér fáið þið að sjá þá fyrstu sem er byggð á einni af okkar uppáhalds – Mary Kate Olsen.
Það sem einkennir oft smoky makeupið hennar Mary Kate er það að hú – eða heldur makeup artistinn hennar notar rauða og brúna liti svo augnliturinn hennar verði ennþá sterkari!
Hér eru vörurnar sem ég notaði….
- Byrjið á því að setja rauða litinn úr Smashbox trioinu yfir allt augnlokið – reynið að láta skuggann deyja út alveg uppvið globuslínuna. Það er gott að nota fingurna eða smudge pensil til að má út útlínuna – þá meina ég að þið eigið að mýkja hana upp þannig hún verði ekki lengur skörp. Setjið litinn líka meðfram neðri augnhárunum.
- Setjið næst Color Tattoo gel augnskuggann yfir allt augnlokið – dreifið vel úr honum. Ekki setja litinn alveg yfir þann rauða skiljið eftir smá svæði alveg efst.
- Matti brúni Maybelline augnskugginn fer svo yfir Color Tattoo augnskuggann og passið að blanda litunum vel saman svo engar línur sjáist;) Setjið litinn líka meðfram neðri augnhárunum – yfir þann rauða.
- Setjið svo línu með svarta eyelinerblýantinum meðfram efri og neðri augnhárunum – smudge-ið svo vel úr litnum og látið hann blandast saman við augnskuggana.
- Svo eru það að sjálfsögðu nokkrar umferðir af maskara! Hér er ég með tvær….
- Að lokum setti ég einn flottasta nude varalitinn á varirnar – Hue frá MAC er alveg fullkominn ef ykkur vantar lit. Hann er með hint af bleiku sem gerir varirnar ennþá flottari og tónar við augnförðunina.
Olsen smoky augnförðunin er fullkomin áramótaförðun og smá tilbreyting frá hinu týpíska svarta smoky-i. Við förðunina mætti þó bæta við gerviaugnhárum en á morgun mætir sýnikennsla í þeim efnum inná Reykjavík Fashion Journal!
EH
Skrifa Innlegg