Smokey augnförðun er að mínu mati ein sú einfaldasta og líka förðun sem virkar alltaf. Smokey þarf alls ekki að vera dökkt heldur er smokey áferð – reykáferðin. Þar sem skygging er gerð sem nær yfir allt augnlokið frá augnhárunum og upp yfir globuslínuna. Eitt af einföldustu trixunum sem ég lærði þegar ég var í skóla til að gera fullkomna smokey áferð var að nota eyelinerblýant. Setja hann þétt uppvið augnhárin og gera litmikla og þykka línu og dreifa svo úr litnum upp eftir augnlokinu. Ég nota þetta trikk ótrúlega oft og það gerði ég einmitt til að ná þessari augnförðun hér…
Hér sjáið þið vörurnar tvær sem ég notaði til að ná þessari augnförðun (fyrir utan maskarann en hann er auðvitað alltaf möst!)
Svartur eyeliner blýantur frá MAC og Dazzle Dust frá Barry M – fæst HÉR.
Eyelinerinn er gargandi snilld þessi er klassískur og ég hef átt hann lengi sem sést vel á gripnum. Eyelinerinn er mjög þéttur og þykkur og hefur því aldrei brotnað hjá mér þegar ég ydda hann. Hann er mjúkur og þæginlegur í notkun. Ég byrja á því að setja þykka eyelinerlínu meðfram efri augnhárunum – passa að fara alveg uppvið rót augnháranna og koma í veg fyrir að það sé nokkur gloppa á milli línunnar og aungháranna. Svo nota ég augnförðunarbursta með stuttum hárum til að dreifa úr litnum upp eftir aunglokinu og loks nota ég blandara til að mýkja litinn í globuslínunni við augnbeinið. Af því ég er með augnlok sem síga aðeins þá tek ég litinn alltaf aðeins yfir augnbeinið en það fer dáldið eftir því hvernig ykkar augnlok eru hvort þið þurfið þess. Svo geri ég eins meðfram neðri augnhárunum.
Svo er komið að duftinu. Smám saman set ég duftið yfir eyelinerinn sem ég var að dreifa úr. Eyelinerinn heldur í duftið og ég get bætt eins miklu og ég vil og svo nota ég blandara til að mýkja áferðina og jafna hana. Svo geri ég eins meðfram neðri augnhárunum. Ég er mjög ánægð með þetta duft það hrundi ekkert til og ég þurfti ekkert að þrífa í kringum augun eftir að hafa sett það á. Ég passaði mig bara og sló létt burstann í lokið af krukkunni til að hafa ekki of mikið af því í burstanum. Ef þið farið varlega þá tekur þetta enga stund! Barry M vörurnar eru fáanlegar í netversluninni fotia.is en eftir helgi mæta þær á nýjan sölustað. Greinilegt að vörurnar eru að vekja athygli fyrir gæði og gott verð!
Svo setti ég nóg af maskara og loks sama eyeliner inní vatnslínuna. Þessi eyeliner er líka snilld í það hann gefur svo þétta línu.
Hrikalega ánægð með litinn á duftinu en hann heitir Mushroom og er nr. 51. Ég nota svartan lit undir og þá verður duftið í dekkri kantinum en svo auðvitað getið þið breytt um tón á því mjög auðveldlega með því að nota öðruvísi eyeliner já eða kremaugnskugga undir. Besta við það er að það kostar bara 1790 kr og í góðu magni. Ég hlakka til að prófa að gera svo eyeliner með þessu dufti. En leiðin sem ég sýni ykkur hér er auðvitað bara ein af mörgum sem er hægt að nota til að gera skemmtilega augnförðun með augnskuggadufti!
Love it! – Fullkomin helgarförðun fyrir næstu helgi já eða fyrir síðasta kvöld Secred Solstice hátíðarinnar :)
EH
Vörurnar sem eru notaðar í þessari förðun eru bæði keyptar af mér en aðrar fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.
Skrifa Innlegg