Vinkona mín skartaði þessum sjúklega flottu nöglum þegar við hittumst í síðustu viku og ég kemst ekki yfir það hvað mér finnst þær flottar!
Mér finnst neglurnar koma ótrúlega vel út og minna mig helst á camo munstur. Fyrst þegar ég sá neglurnar hennar var ég viss um að hún væri með naglafilmur.
Fyrst setur hún að sjálfsögðu base coat svo er það hermannagræni liturinn sem er frá L’Oreal og yfir það setur hún Colorshow Polkadots naglalakkið sem er nýtt frá Maybelline.Hér sjáið þið doppóttu lökkin sem eru nýkomin í Maybelline standana. Svarthvíta lakkið er yfirlakk sem er gegnsætt með doppunum í. Í hinum glösunum eru eins doppur en í staðin fyrir glært yfirlakk þá eru þau blá, bleik og græn. Einföld leið til að poppa aðeins uppá neglurnar.
Hafið í huga að það getur verið smá auka vesen að fjarlægja doppurnar sjálfar. Ég er aðeins búin að vera að prófa mig áfram með einföldum leiðum til að taka þær af. Sú sem hefur reynst mér best er að nota fyrst asintone svamphreinsinn minn frá Maybelline. Þá fer lakkið sjálft af nöglunum en doppurnar sitja eftir. Ég ég nota tappa af gosflösku eða naglalakkahreinsinum til að skafa þær svo beint af. Þetta er ótrúlega þæginleg og einföld leið – það finnst mér alla vega :)
EH
Skrifa Innlegg