fbpx

Ísland í dag

Lífið Mitt

Á fimmtudaginn fékk ég símtal frá Íslandi í dag þar sem ég var beðin um að koma í stutt viðtal útaf færslunni minni um slitin mín – þið getið séð hana HÉR. Færslan hefur vakið mikla athygli og á tímabili fannst mér athyglin frekar yfirþyrmandi. Þá áttaði ég mig á því hvað það er mikilvægt um að tala og koma hreint og beint fram og að það væri kominn tími til að tala um nákvæmlega þetta mál. Áður en ég skrifaði umrædda færslu þá var ég alltaf að leitast við að vera einhver önnur en ég er. Hvort það var sú sem mér fannst ég vera áður fyr eða einhver önnur persóna er ég ekki með á hreinu – ég vildi bara ekki vera ég, þessi með slitna magann.

Í dag ætla ég að vera þessi með slitna magann eða þessi sem er stolt af slitna maganum. Ég held að innslagið í Íslandi í dag segi allt sem segja þarf um þetta mál – þið getið horft á það HÉR. Eins er ég ótrúlega þakklát starfsfólki Íslands í dag sérstaklega henni Hugrúnu sem tók viðtalið við mig fyrir fallega framsetningu á viðtalinu.

Að lokum sendi ég hér með áskorun á verslanir sem selja glanstímaritin svokölluðu – Life & Style og þau blöð – um að taka það alla vega til skoðunar að merkja standana þar sem tímaritin eru staðsett með eftirfarandi texta. “Myndin sem þú sérð á forsíðu þessa tímarits er líklega photoshoppuð”. Mér fyndist það ótrúlega skemmtilegt :)

Enn og aftur langar mig að þakka fyrir mig – fyrir viðtökurnar við slitopinberuninni – þið eruð ÆÐI <3

EH

Litaðir Maskarar #2

Skrifa Innlegg