fbpx

Skórnir og blómin

BiancoBrúðkaupLífið Mitt

Mig langaði að sýna ykkur smá hluta af dressinu fyrir brúðkaupið… En bara smá þið fáið ekkert meira að sjá fyr en síðan á daginn sjálfan. En allt er að verða tilbúið, fötin hans Aðalsteins eru komin og það er verið að leggja lokahönd á mitt eigið sem ég get ekki beðið eftir að fá að klæðast í heilan dag en mér líður eins og ég sé prinsessa í því ég er í skýjunum með hönnun kæru vinkonu minnar og ég get ekki beðið eftir að sýna ykkur útkomuna!

En skórnir og blómin… Er ekki í lagi að sýna það?

skorblom4

Skórnir mínir hafa svo sem verið ákveðnir í langan tíma og hafa beðið penir eftir því að verða notaðir. Skórnir hans Aðalsteins bættust svo í hópinn núna í vikunni og að sjálfsögðu verður brúðarparið í Bianco skóm – kemur það nokkuð á óvart?

skorblom5

Skórnir mínir eru úr samstarfslínu Bianco og danska bloggarans Trine sem heldur úti síðunni Trines Wardrobe. Þeir eru úr dásamlega fallegu kóngabláu flaueli og eru alveg einstaklega fallegir á fæti og vá þið ættuð að sjá þá við dressið – Ó lord!

Aðalsteinn verður svo í svörtum lakkskóm sem voru að koma núna fyrir hátíðina – virkilega fallegir og hátíðlegir.

skorblom8

Blómvöndinn ákvað ég fyrir löngu síðan að gera bara sjálf. Þetta er eitt af þeim verkefnum sem ég get bara svona dundað mér við að gera sjálf á brúðkaupsdaginn í rólegheitum og ég gerði prufuvönd heima um daginn. Bara svona til að meta hversu mikið af blómum ég þyrfti og hvernig ég ætti að hafa hann í laginu og allt svona. Þetta gekk bara allt saman voðalega vel og ég er alsæl með þessa ákvörðun þetta gekk allt svo vel fyrir sig.

skorblom10

Það sem ég elska við þessi fallegu blóm er hvernig þau minna mig á eins konar rjómatertu brúðarkjól – sjáið þið það ekki smá.

skorblom7

Svo vafði ég bara saman vendinum með blómalímbandi og fann einhvern borða til að binda yfir. En ég á eftir að velja mér lokaborða sem ég verð með á daginn sjálfan. En þessi fallegi prufuvöndur er nú bara ofan í blómavasa og nýtur sín í botn þar.

Annað sem ég hafði í huga þegar ég valdi þessi blóm í vöndinn er hve þau lifa lengi en ég næ að láta nellikur lifa í einhverjar vikur. Þar sem ég þarf nú að kaupa blómin töluvert snemma er mikilvægt að þau endist vel og lengi eða það finnst mér alla vega.

skorblom9

Nú eru bara um tvær vikur í stóra daginn og einhvern vegin líður mér eins og ekkert sé tilbúið ég vona samt að það sé algjör misskilningur hjá mér en ég er nú samt alveg pollróleg!

Erna Hrund

Twistað tagl

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Anonymous

    19. December 2015

    Ef að maður má nú vera að skipta sér að, þá myndi mér finnast blátt band (jafnvel líka í flauel) í stíl við skóna verða ótrúlega fallegt við hvítu blóminn! :)

  2. Berglind Veigarsdóttir

    19. December 2015

    Ofsalega fallegt! Mundu að hafa auka skó, flatbotna, svo þú getur tekið almennilega á því á dansgólfinu í veislunni ;)