fbpx

Twistað tagl

HárLífið Mitt

Mig langaði að sýna ykkur eina skemmtilega og einfalda greiðslu sem „klæddist“ í gær. Hugmyndina að þessari fékk ég þegar við Aðalsteinn lágum uppí sófa að glápa á sjónvarpið sem við gerum nú ekki nógu mikið… DJÓK. En við erum alla vega að horfa saman á þættina Quantico og í síðasta þætti var ein af leikkonunum í þáttunum með svona fallega uppásnúið hár í tagli. Mér fannst þetta svo látlaust og fallegt og ég bara varð að reyna að leika það eftir.

Það tókst eftir smá tilraunastarfsemi en ég er með miklu þykkara hár en daman í sjónvarpinu svo þetta tók smá tíma allt saman en um leið og ég náði í nýju Babyliss græjuna mína þá einfölduðust málin til muna!

twister4

Skemmtileg tilbreyting frá lausu fléttunni sem er einhver sú allra þægilegasta greiðsla sem völ er á.

twister2

Það hrundi reyndar aðeins úr hnakkanum og losnaði til svo næst þá ætla ég að prófa að setja fasta fléttu aftan á hnakkann eins og leikkonan var einmitt með í þættinum þannig held ég að hárin muni eflaust haldast ennþá betur.

twister5twist4

Hér er svo græjan sem ég notaði til að gera greiðsluna, það gekk ekkert að reyna að gera þetta í höndunum það fór allt í rugl hjá mér alla vega. Svo ég greip í þetta skemmtilega Twist Secret tæki frá Babyliss sem ég fékk að gjöf fyrir stuttu. Ég skipti hárinu í tvo lokka og festi þá í græjuna, sný uppá hvorn lokkinn í sitthvoru lagi og svo með annarri stillingu á snúningstækinu þá vefur það lokkunum saman – getur ekki verið auðveldara og fljótlegra.

twister

Mér finnst þetta dáldið skemmtilegt – twistað tagl! Hver segir svo að maður geti ekki lært helling af því að horfa á gott sjónvarpsefni ;)

You like?

Erna Hrund

Ilmandi jólagjafahugmyndir

Skrifa Innlegg