Eins og mig grunaði þá er þetta lakk úr OPI línunni hennar Gwen Stefani tryllt!
Push & Shove liturinn er þéttur silfraður litur alveg sjúkur og það er rosalega flott að sjá hvernig liturinn breytist og jafnar sig eftir því sem hann þornar á nöglunum. Með lakkinu fylgir mini útgáfa af Lay Down That Base undirlakki frá OPI en það er nauðsynlegt að nota það undir. Ef undirlakkið er ekki sett á þá verður liturinn dáldið götóttur og það þarf fleiri umferðir til að byggja hann upp. Næst set ég tvær umferðir af litnum sjálfum. Ekki setja yfirlakk yfir lakkið það getur eyðilagt áferðina.
Þetta lakk mun ég nota mikið. Ég er ánægð með að það sé silfrað því ég er ekki alveg viss um að ég myndi nota gyllt jafn mikið. Svo er trúlofunarhringurinn minn silfraður svo lakkið passar rosalega vel við hann.
Ég á von á nokkrum skvísum til mín í dag í farðanir fyrir árshátíð og ég efast ekki um að einhverjar þeirra eigi eftir að falla fyrir þessu lakki :)
Hér sjáið þið svo hina litina úr línunni sem ég sýni ykkur við fyrsta tækifæri.
Push & Shove – I Sing In Color – 4 In The Morning – Love.Angel.Music.Baby
Mér líður eiginlega bara eins og ég sé með skartgripi á nöglunum – ég er dáldið spennt að sjá hvernig það fer svo af. En með fjólubláa naglalakkaeyðinum frá OPI þá verður það eflaust ekkert mál.
EH
Skrifa Innlegg