Gærdagurinn var næstum fullkominn – vantaði bara sólina. Við fjölskyldan skemmtum okkur ótrúlega vel þrátt fyrir mannmergð og strumpablöðru sem var föst við vanginn hans Tinna og slóst reglulega í andlitið á okkur. Ég bara varð að kaupa eina blöðru fyrir soninn. Hér eru örfáar myndir af þeim mörgu sem voru teknar – hinar passa bara betur í fjölskyldualbúmið heima en hér:)
Ég er alveg viss um að Tinni verður ánægður seinna að eiga mynd af sér með Sollu – hann var voða hissa á henni í ár.
Ég ákvað að vera vel klædd og ég sé ekki eftir því. Íslenska ullin hélt á mér hita allan daginn og skórnir björguðu fótunum. Buxurnar áttu sérstaklega vel við – í fánalitunum;)
Kápa: Farmers Market – Kisan
Trefill: Vík Prjónsdóttir – Geysir
Innanundir kápa: H&M
Buxur: Zara – eBay
Skótr: Nike Free 4.0 – Nikeverslun.is
Það verður eflaust meira fjör á næsta ári þegar sonurinn fær að ráða dagskránni. Þá munum við líklega byrja í brúðubílnum – ég er strax orðin spennt;)
EH
Skrifa Innlegg