Við á Trendnet erum einlægir aðdáendur tískuhátíðarinnar RFF. Framleiðslufyrirtækið Tjarnargatan hefur framleitt stutt mynbönd með viðtölum við hönnuðina sem munu sína á RFF í ár. Myndböndin eru mjög skemmtileg og gefa okkur smá innsýn inní líf hönnuðanna og þau gefa okkur tækifæri til að kynnast betur fólkinu á bakvið merkin.
Rebekka Jónsdóttir hannar undir merkinu REY. Rebekka sýndi ofboðslega fallega línu á RFF í fyrra . Að mínu mati er Rebekka virkilega klár í að gera fullkkomin snið fyrir konur. Hún hannar elegant, klassískan og tímalausan klæðnað. Ég er virkilega spennt að sjá hvernig hún mun fylgja síðustu línum eftir með þeirri sem við fáum að sjá eftir tvær vikur í Hörpu.
Elísabet birti skemmtilegar myndir frá sýninu REY í á RFF í fyrra sem þið getið séð HÉR ef þið þurfið smá upprifjun.
Að lokum langar mig að minna ykkur aftur á fatahönnunarkeppni Coke Light í samstarfi við Trendnet og RFF en þið getið lesið meira um keppnina HÉR – skilafrestur er til 16. mars svo þið getið nýtt helgina í að leggja lokahönd á ykkar innlegg í keppnina. Keppnin er frábært tækifæri fyrir hönnuði til að vekja athygli á sér og sinni hönnun.
Að lokum langar mig að biðja ykkur að sjálfsögðu að halda áfram að merkja ykkar trendmóment á Instagram með #trendlight svona eftir að þið hafið mekt þau með #trendnet :)
EH
Skrifa Innlegg