Nú er daman alveg dottin í gervi augnhárin eins og þegar ég var uppá mitt besta á Verslóárunum mínum:) Ég fékk sent þessi virkilega fallegu og vönduðu augnhár af tegundinni Red Cherry. Þau eins og augnhárin frá House of Lashes sem ég skrifaði um um daginn eru 100 mennsk hár – cruelty free að sjálfsögðu;)
Ég er ekki enn búin að hafa tækifæri til að prófa þau en ég ætla að reyna að búa það til í þessari viku. En ég varð bara að segja ykkur frá þeim því þau eru á ótrúlega góðu verði – 1000 kr stykkið! Augnhárin fáið þið HÉR.
Ég fékk þrjú af vinsælustu augnhárunum…
#43 – þessi eru kölluð Kim Kardashian augnhárin en skvísan notar þessi augnhár víst sjálf. Þessi gefa ykkar augnhárum aukna þéttingu og þykkt. Þessi henta vel við ýkta augnförðun – mjög dökka þar sem augnhárin þurfa smá hjálp til að standa út.
#217 – Marylin augnhárin. Þessi gefa fallega þykkt og ég myndi mæla með þessum við hvaða augnförðun sem er ég held þau séu akkurat millibilið ekki of náttúruleg og ekki of ýkt.
#747S – þetta eru þau náttúrulegustu og mér persónulega finnst þessi pörfekt fyrir brúðir. Þessi ýkja augnhárin sem eru fyrir og gefa augunum fallega umgjörð. Þessi eru fyrst á testlistanum hjá mér…:)
Það fyrsta sem ég tók eftir við augnhárin er röndin sem límist við okkar augnlok. Hún er þunn og glær – þannig vil ég hafa þau. Þá eru þau meðfærileg, límast vel og standa ekki út. En ef kanturinn er of breiður er hætta á því. Því þynnri sem kanturinn er því betri. Hann er litlaus sem er líka kostur því þá lúkkar ekki eins og þið séuð með alltof þykka eyelinerlínu – sem sleppur kannski þegar við erum með mikla augnförðun en gerir það ekki þegar við erum náttúrulegar.
Lúkka vel finnst ykkur ekki?
EH
Skrifa Innlegg