fbpx

Real Techniques Videoumfjöllun

Þegar ég sagði frá því á síðunni minni að Real Techniques burstarnir væru væntanlegir til landsins – HÉR – lét ég líka vita af því að ég væri búin að vera að vinna mjög skemmtilegt verkefni í tengslum við burstana. Ég er búin að gera sýnikennslumyndbönd fyrir alla burstana sem ég mun sýna ykkur smám saman á næstu dögum. Samtals eru þetta 11 sýnikennslumyndbönd þar sem þið fáið að sjá hvernig þið getið notað burstana.

Ég hef fengið mikið af fyrirspurnum um förðunarbursta, hvaða burstum ég mæli með og hvernig ég nota þá og nú kemur loksins efni tengt förðunarburstum inná síðuna. Þó fyrr hefði nú verið!

Hér fyrir neðan sjáið þið fyrsta myndbandið sem ég gerði fyrir Real Techniques en þar segi ég frá burstunum. Ef þið vitið lítið sem ekkert um þessa bursta þá fáið þið góða fræðslu hér…

Ef þið eruð farin að sakna mín hér á RFJ þá get ég sko sagt ykkur það að ég dauðsakna þess að skrifa inná síðuna mína. Þessa daga á Reykjavík Makeup Journal hug minn og það styttist óðum í útgáfudaginn. Núna fara dagarnir mínir í að skrifa, pæla í uppsetningu, finna myndir, fara á fundi…. ég er samt í essinu mínu og get ekki beðið eftir að fara að sýna ykkur afraksturinn.

Á næstu dögum mun ég þó líta við einungis til að birta næstu sýnikennslumyndbönd. HÉR finnið þið Facebooksíðu burstanna og þá getið þið keypt í Lyfju og Hagkaup sem bjóða uppá hluta af úrvalinu og HÉR inná heimkaup.is finnið þið alla burstana en þeir eru einnig fáanlegir í Kjólar&Konfekt.

Ást til ykkar allra!

EH

Mættir til landins

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

4 Skilaboð

  1. Thorunn

    30. September 2013

    hlakka svo til að prófa þá :)

  2. Sæunn

    30. September 2013

    Ég á þá flest alla og ég hef ekki notað aðra bursta síðan ég keypti þessa. Dáásamlegir, auðveldir og svo fallegir líka! Ég tek undir með þér mér finnst þetta vera skyldueign fyrir alla sem mála sig :)

  3. katrín

    27. October 2013

    Hvar er hægt að kaupa svona bursta :) ?

    • Reykjavík Fashion Journal

      27. October 2013

      t.d. í Lyfju og Hagkaup þar færðu vinsælustu burstana en allir fást inná Heimkaup.is og í Kjólar&Konfekt :)