fbpx

Ráð við hárlosi á brjóstagjöf

Mömmublogg

Vörurnar sem ég skrifa hér um fékk ég gefins, engin greiðsla er þegin fyrir færsluna. Ég skrifa þó um þær af hreinskilni og einlægni af því þær hjálpuðu mér og virka alveg ofboðslega vel!

Það eina sem ég var alveg voðalega stressuð með þegar brjóstagjöfin hófst var í hvernig ástandi hárið mitt myndi verða á brúðkaupsdaginn. Ég missti alveg svakalega mikið hár þegar ég var með Tinna Snæ á brjósti ég á stundum bágt með að horfa á myndir af mér því mér finnst ég bara ekki líta neitt alltof vel út um hárið en kollvikin hækkuðu mjög mikið og það tók langan tíma fyrir hárið mitt að jafna sig. Ég ákvað því að slá til og prófa vörur frá merki sem heitir Nioxin, ég man að Theodóra fyrrum Trendnet pía skrifaði um þessar vörur fyrir einhverju síðan svo ég sóttist því eftir að fá að prófa þær og fékk.

Ég er nú búin með einn skammt ég byrjaði um leið og ég fann að hárlosið var að byrja og þvílík himnasending. Ég vonaði nú að þetta myndi virka sem skyldi en ég átti kannski ekki von á því að vörurnar myndu virka svona vel!

Mig langaði að segja ykkur frá þessu, ykkur sem eruð mögulega í sömu aðstæðum og ég eða bara eruð að finna fyrir hárlosi útaf einhverju öðru. Þar sem ég er nú enginn hársérfræðingur en reyni að sjálfsögðu mitt besta þá fékk ég að senda nokkrar spurningar á sérfræðing hér á landi og mig langar að deila með ykkur upplýsingum frá henni. Hér neðar skrifa ég svo um mína upplifun – mikið vona ég að þið hafið gagn af þar sem hárlosið hafði mjög slæm andleg áhrif á mig síðast og það má segja að Nioxinið hafi á tímabili bjargað geðheilsu minni…!

harlos3

Hér sjáið þið startpakkann sem ég fékk, ég er með nr. 6 sem var valin fyrir mig
af sérfræðing og hann hentar mínu hári. 

Hvernig virkar Nioxin?

Nioxin er hann fyrir hársvörðinn sem hárið nýtur síðan góðs af. Kenningin á bakvið Nioxin er sú að hreinsa hársvörðinn líkt og andlit er hreinsað, þar sem sjampó er hreinsirinn, næringing balancer og treatmentið er rakakremið. Nioxin hreinsar hársekkina vel sem gefur hárinu greiðari leið til að vaxa úr hársekknum, þar sem fita og önnur óhreinindi geta hindrað leiðina.

Fyrir hverja hentar Nioxin?

Nioxin hentar fyrir þá sem finna fyrir miklu eða litlu hárlosi, eftir að einhverskonar álag, veikindi eða barnsburð og brjóstagjöf. Nioxin hentar einnig fyrir fólk sem er þegar með fíngert hár og vantar líf og lyftingu í hárið.

Hvað þarf maður að nota það lengi til að finna árangur?

Til að sjá marktækan árangur þarf að nota Nioxin í 30 daga, á hverjum degi. Við seljum svokallað startkit sem dugar í þessa 30 daga. Ef fólk sér eða finnur ekki árangur þá endurgreiðum við 30 daga pakkann.

harlos2

Má nota aðrar hárvörur með Nioxin?

Já, það er ekkert því til fyrirstöðu. Hins vegar mælum við með því að á meðan 30 daga prufutímabilinu stendur sé eingöngu notast við sjampóið og næringuna frá Nioxin, en aðrar mótunar- og blástursvörur eru í góðu lagi.

Hvernig veit maður hvaða vörur frá Nioxin maður ætti að nota?

Það geriru í sameiningu við þinn fagmann. Hann greinir hárið þitt, hvort það sé efnameðhöndlað eða ekki, hversu gróft eða fínt hárið er og svo hversu mikið hárlos hefur átt sér stað. Eftir þessa samræður finnur hann það númer í Nioxin sem hentar þér.

Hvenær ætti maður að hætta að nota vörurnar?

Nioxin er ekki kúr sem þarf eða þarf ekki að nota í ákveðinn tíma. Fólk finnur sitt jafnvægi, en flestir halda áfram að nota vörurnar eftir að tilsettum árangri er náð því þær eru svo frábærar. Margir nota þær með öðrum og aðrir eingöngu.

Hvar fæst Nioxin?

Á viðurkenndum hársnyrtstofum.

SONY DSC

Þetta eru myndir sem eru teknar þegar Tinni er sirka 7 mánaða. Ég fæ smá illt í magann þegar ég horfi á þær og finnst ég heldur skollótt svona fremst við ennið. Ég man ég fékk mikið sjokk þegar ég skoðaði myndirnar betur eftir að ég birti þær upphaflega á síðunni minni – ég tók ekkert eftir þessu fyrst og ekki einu sinni þegar ég horfði í spegil en á myndum sá ég þetta mest.

Með þessar myndir í huga, hárlos sem var að byrja jafn öflugt og síðast fór ég að telja svona í hausnum hvað Tumi yrði gamall á brúðkaupsdaginn þá bara ákvað ég að sækjast eftir því að fá að prófa eitthvað. Ég fékk prufusett af Nioxin í desember og hef samviskusamlega notað vörurnar síðan þá. Ég reyndar þvoði hárið ekki á hverjum degi – klúðraði því smá vegna tímaleysis en ég fann alveg svakalega mikinn mun bara eftir fyrstu skiptin. Ég fann hvernig hársvörðurinn örvaðist þegar ég notaði hárvörurnar mér fannst ég í alvörunni vera að finna hárið styrkjast.

Ég er búin með startpakkann og ég er svo hrifin af vörunum að ég ætla að kaupa mér hreinsivörurnar til að eiga til að nota meðfram öðrum hárvörum. Mér finnst einmitt mjög gott að vita að ég get notað vörurnar með öðrum hreinsivörum svona þegar ég þarf smá búst.

Ég er ekki að segja að hárlosið hafi bara hviss bamm búmm horfið – ég missi alveg hár hér og þar sem er bara eðlilegt fyrir minn hársvörð. En Nioxin vörurnar gerðu það að verkum að ég hætti að hreinsa burstann minn af lúku fulla af hárum eftir að ég greiddi í gegnum það, ég hætti að skilja eftir mig slóð af hárum útum allt, ég hætti að finna hár í bleyjunni hans Tuma, ég hætti að toga burt lúku af hári af höfðinu á mér í sturtu þegar ég var að þvo það. Þetta er sko allt annað og ég hvet ykkur til að prófa ég hef alla vega ekkert nema gott að segja um þessar vörur – væri gaman að heyra frá einhverjum hér í athugasemdum sem hefur líka reynslu af vörunum :)

Erna Hrund

Úr á hendi

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

10 Skilaboð

  1. Elsa Ó.

    20. January 2016

    Hvar er hægt að nálgast þessar vörur?

    • Reykjavík Fashion Journal

      21. January 2016

      Ég held þessar séu bara á flest öllum viðurkenndum hárstöfum – sem er svo sem það sem stendur í færslunni… skal athuga hvort ég geti fengið nánari lista :)

  2. Edda

    20. January 2016

    Hárlos eftir meðgöngu tengist brjóstagjöf ekki á neinn hátt ;) Mér finnst rosalega leiðilegt hvað þessi mýta virðist lifa lengi því umræðan virðist oft leiðast út í það að konur segja að þetta hafi lagast þegar þær hættu með barnið á brjósti og því kannski einhverjar sem horfa neikvæðum augum á brjóstagjöf vegna þessa. Flott færsla samt og takk fyrir rosalega flott blogg, les það daglega :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      21. January 2016

      Takk fyrir ábendinguna kæra Edda :) Ég er reyndar svo heppin að brjóstagjöfin gengur vel hjá mér og hárlosið hefði aldrei gert það að verkum að ég hefði hætt því. Vona að þú hafir fengið svarið mitt við póstinum frá þér***

      mbk
      EH

  3. Arna

    21. January 2016

    Spyr líka, hvar fást þessar vörur? :)

  4. Guðrún

    25. January 2016

    Veistu hvað startpakkinn kostar?

  5. Þórdís

    27. January 2016

    Hæ, má ég spurja hvað þú varst að þvo hárið oft í viku? Ég keypti mér neflilega svona en ég meika svo bara ekki að þvo hárið á hverjum degi og gaurinn sem seldi mér þetta sagði að ef ég missti úr einn dag þá byrjaði 30 daga tímabilið aftur á byrjunarreit… :þ

  6. Pingback: Ég um mig: og hárlosið mitt | gyðadröfn