fbpx

Pretty Baby

AuguDiorLífið MittlorealLúkkMake Up StoremakeupMakeup ArtistSmashboxSnyrtibuddan mínVarir

Á laugardaginn var var ég með smá sýnikennslu í Make Up Store með vörum úr nýjustu línu merksisin sem heitir Poetic. Á tímabili dróst ég að varalitastandinum inní versluninni og rak augun í einn fallegasta varalit sem ég hef séð! Ég varð að eignast hann og keypti hann um leið og ég var búin með sýnikennsluna mína.

Ég setti hann svo upp um kvöldið þar sem leið mín lá í smá VILA partý:)
prettybaby2

Hér sjáið þið förðun kvöldsins – Pretty Baby varaliturinn í aðahlutverki ;)

prettybaby3

Ég ákvað að vera bara með mjög einfalda förðun þar sem áherslan var á varirnar en ég setti smá skyggingu með svörtum eyeliner í kringum augun. Ég setti bara þykka og litmikla línu meðfram efri augnhárunum og smudge-aði hana yfir allt augað. Þetta er svona smokey áferð sem ég set á eyelinerinn og gerir alveg helling fyrir augun.

prettybaby

Vörurnar sem ég notaði…

Farði: Terrybly Densiliss Serum farði frá By Terry, fæst í Madison Ilmhúsi. Einn af mínum uppáhalds förðun en ef þið eruð viðkvæmar fyrir lykt í förðunarvörum þá ættuð þið ekki að fara í þennan hann er með sterkum ilmi sem mér finnst reyndar mjög góður:)

Hyljari: BB Cream Eyes hyljari/highlighter frá Smashbox. Skrúfpenni sem inniheldur þétta formúlu sem gefur létta og fallega þekju. Þetta er svokallaður ljómapenni að mínu mati þar sem hann lýsir líka upp svæðin sem maður ber hann á svo húðin lifnar við. Þetta er nýjung frá Smashbox sem er komin með fast pláss í snyrtibuddunni minni!

Smashbox Always Sharp Eyeliner 3D: Ég er gjörsamlega húkkt á þessum eyelinerum frá Smashbox – þetta er sko alvöru keppnis vara – sérstaklega umbúðirnar. Það þarf ekkert að ydda og það þarf ekkert að skrúfa upp – bara skrúfa lokið af og á og þá verður oddurinn fullkominn aftur. Snilldarvara og formúla blýantanna er mjög góð:)

Volume Million Lashes So Couture Mascara frá L’Oreal: Uppáhalds maskarinn minn síðan ég prófaði hann fyrst í febrúar – ég hef lítið annað að segja um hann en það að hann er SNILLD!!!!

Diorskin Nude Tan Light Bronzing Powder frá Dior: Fullkomin blanda af sólarpúðri, ljóma og ferskum lit í einu boxi frá Dior. Þetta púður er ég mikið búin að vera að nota undanfarið en það gefur svo svakalega fallegan lit í húðina!

prettybaby5 prettybaby4

Ég er algjörlega ástfangin af varalitnum Pretty Baby frá Make Up Store. Hann er þéttur og hann er mattur sem gerir það að verkum að hann endist ótrúlega vel á vörunum. Þetta er víst einn af vinsælustu litunum í búðinni og hann selst hratt upp. En það var að koma sending af honum fyrir helgi svo það er nóg til í augnablikinu ;)

EH

Húðvörur án parabena!

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

3 Skilaboð

  1. Thorunn

    14. April 2014

    Minn signature varalitur! Elska elska elska hann- þú ert líka voða sæt með hann :):)

    Takk fyrir komuna á lau! :)

  2. Sirra

    14. April 2014

    ok þessi varalitur er ÆÐI – langar í!!