Margir ráku eflaust upp stór augu þegar þeir sáu stórkostlega mynd af mér á Instagram í gær! Alltof lengi er ég búin að þrá almennilega breytingu á hárinu mínu og loksins kýldi ég á það. Ég hafði reyndar hugsað mér að klippa dáldið af því en ég gugnaði eiginlega á því – mögulega geri ég það bara fyrir sumarið.
Ég hef tvisvar áður fengið mér permanett í hárið og alltaf verið svo ánægð með útkomuna. Ég ákvað því að slá aftur til og pantaði mér tíma hjá Fíu á Sjopunni – hún á heiðurinn á fallega hárinu mínu. Ég settist í stólinn og leyfði henni bara dáldið að stjórna útkomunni…Ef þið hafið farið í permanett þá er þetta dáldið work in progress tímabilið. Fía stakk uppá því að við gerðum mismunandi stærðir af krullum og hefðum þær þannig dáldið ójafnar og útkoman væri því náttúrulegri. Ég er henni hjartanlega sammála því úkoman er æðisleg. Þegar allt hárið er komið upp sprautar hún permanettinu yfir hárið og það bíður í í 20 mínútur. Þá skolar hún yfir hárið – sem er enn uppsett – og setur svo festinn í sem fær að vera í fimm mínútur. Svo skolar hún allt úr og ég má ekki hreinsa á mér hárið í tvo sólarhringa – en þið sem hafið séð Legally Blonde ættuð að vita allt um það. Svo setti hún eitthvað æðislegt krullukrem frá Morroccan Oil í hárið mitt og þurrkaði það létt.
Hér er svo útkoman – fallegir og náttúrulegir liðir sem ég er hæst ánægð með!Permanett hefur svo bara áður lekið/vakxið rólega úr hárinu mínu á sirka tveimur til þremur árum. En ég var bara alveg komin með ógeð af hárinu sem var fyrir. Mér finnst það einhvern veginn ekkert hafa lagast enn eftir allan hármissinn þegar ég var með Tinna á brjósti. Nýju hárin vaxa eins og arfi og þegar ég er með hárið uppsett þyrfti ég helst að nota heilan brúsa af hárspreyi svo ég lít ekki út eins og argintæta. En nú er ég sátt, alveg ótrúlega sátt! Nú þarf ég reyndar að birgja mig upp af góðum hárefnum fyrir krullurnar og Fía mælti með því að ég fengi mér gott rakasjampó fyrir hárið þar sem permanettið þurrkar upp hárið. Það er því næst á dagskrá.
Nú er hárið reddí fyrir RFF á laugardainn – takk fyrir mig Fía!
EH
Skrifa Innlegg