fbpx

Perfect Nude nails

FallegtmakeupneglurSS14

Ég fer alls ekki í felur með dálæti mitt á naglalökkunum frá Essie. Ein bestu naglalökk sem fyrirfinnast, þar sem þau gefa bara svo fallega áferð á neglurnar. Ég byrgi mig upp af lökkunum þegar ég kemst t.d. til Kaupmannahafnar eða Svíþjóðar en að mínu mati eru lökkin frá Bandaríkjunum ekki eins eftirsóknarverð því burstinn er öðruvísi hann er mjórri. Evrópuburstinn er flatur – já ég er uppfull af svona fróðleik og ég elska naglalökk eins og þessi sem eru með breiðum, flötum bursta. Ekki misskilja mig USA burstinn er mjög fínn og lakkið það sama en ég kýs hinn burstan frekar. Alla vega þegar ég pantaði þrjá liti í byrjun sumars frá USA þá var burstinn enn mjórri en Evrópuburstinn en mögulega hefur það breyst – vonandi alla vega.

Á tískuvikunni í Kaupmannahöfn í byrjun ársins var ég á vegum L’Oreal en að vikunni lokinni var ég kvödd með ábyggilega 20 Essie naglalökkum og þar á meðal var brúðarlínan frá merkinu sem inniheldur fullkoma ljósa liti. Einn litinn kippti ég með mér í sumarbústað um helgina og ég er in love.

ballerinaslippers3

Fallega naglalakkið í fallegu umhverfi. Þetta er alveg þessi fullkomni brúðarlitur.

ballerinaslippers2

Á myndinni er ég með tvær umferðir af litnum á nöglunum.

Liturinn heitir Ballet Slippers og er einmitt liturinn sem var notaður á sýningu Ganni. Liturinn er ljós og ekki alveg heill en hann gefur samt alveg jafna áferð. Það er einn af mörgum kostum Essie en sama hversu sterkur liturinn er þá er þéttleikinn alltaf jafn. Liturinn er með léttum bleikum blæ sem gerir hann auðvitað náttúurlegan þar sem liturinn er meira að fullkomna yfirborð naglanna minna.

Í forvitni minni ákvað ég að prófa að setja þriðju umferðina. En þá verður liturinn ennþá þéttari. En þar sem lakkið verður dáldið þykkt þá þá verður að passa að umferðirnar tvær séu alveg þurrar og lakkið orðið hart áður en þið bætið þriðju yfir.

ballerinaslippers

Ég get ekki dagt annað en að ég sé ótrúlega skotin í þessu lakki. Fyrir áhugasamar þá versla ég Essie lökkin í Matas í Kaupmannahöfn þar kosta þau 99 dk.

EH

Lookbook: Magnea Einars AW2014

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

4 Skilaboð

  1. Lára

    8. July 2014

    Ég hef keypt Essie í USA og þau voru með breiðum bursta :)

  2. Karen

    8. July 2014

    Held þú sért að meina Ballet slippers, eitt af mínum uppáhalds :)

  3. Óskandi að það verði hægt að kaupa þessi lökk hér. Þetta eru án efa langbestu naglalökkin og haldast mun lengur en önnur.
    gudrunolof.com