fbpx

Lookbook: Magnea Einars AW2014

FallegtFashionFW2014Íslensk HönnunMakeup ArtistStíllTrend

Ein af mínum uppáhalds línum frá síðasta RFF var línan hennar Magneu Einarsdóttur. Hönnun Magneu er svo ótrúlega falleg og einstök. Sýningin var ótrúlega skemmtileg og fagmannlega gerð allt smellpassaði við þessa einstöku hönnun.

Ég er nú ekki alveg hlutlaus þegar kemur að Magneu en ég farðaði fyrir síðusut lookbook myndatöku hjá henni og kynntist því hönnuðinum og hugmyndunum hennar vel. Fyrir stuttu var svo gert nýtt lookbook fyrir haustlínuna sem var sýnd á RFF þar sem mín uppáhalds Aldís Pálsdóttir var fyrir aftan linsuna. Förðunin var í höndum snillingsins Guðbjargar Huldísar sem sá líka um að hanna förðunina fyrir Magneu á RFF og var hún því í anda hennar. Staðsetningin var sú sama og síðast – eitt flottasta location sem ég hef verið á!

Hér sjáið þið dásamlegu myndirnar…

Aldis Pals. Ljosmyndari Aldis Pals. Ljosmyndari Aldis Pals. LjosmyndariAldis Pals. LjosmyndariAldis Pals. LjosmyndariAldis Pals. Ljosmyndari Aldis Pals. Ljosmyndari

Ég held að svona síð peysa úr línunni sé algjör draumur að eiga fyrir haustið – já eða bara sumarið sem er núna. Þessi er efst á mínum óskalista alla vega. Maður hverfur alla vega ekki í skammdegið í svona fallegri flík sem er eins og þeir sem sáu sýninguna vita að glóir í myrkri.

Ljósmyndari: Aldís Pálsdóttir
Hönnun: Magnea Einarsdóttir
Stílisti: Sigrún Halla
Förðun: Guðbjörg Huldís
Módel: Dorothea

Mér finnst ótrúlega gaman að fara í gegnum þetta lookbook heildaryfirbragð myndanna er svo fallegt og hönnunin fær að njóta sín. Hatturinn finnst mér alveg æðislegur en ég hitti Magneu og Sigrúnu Höllu yfir kaffibolla um daginn til að kíkja á hattana, fá að máta og forvitnast um hvar þeir verða fáanlegir. Meira um þá seinna :)

Fyrir áhugsama mæli ég með að þið smellið á Like takkann á Facebook síðunni hennar Magneu HÉR og skoðið svo fleiri myndir úr lookbookinu HÉR.

EH

Gwyneth Paltrow fyrir Max Factor

Skrifa Innlegg