fbpx

Ólíkir litir sem passa svo vel saman!

AugnskuggarMakeup ArtistMakeup TipsShiseido

Ég elska, elska, elska litasamsetningarnar í sumum augnskuggapallettunum frá Shiseido. Þær eru stundum svo stórfurðulegar og ábyggilega fráhrindandi fyrir marga en ekki mig – ég heillast af þeim og hugurinn fer strax á flug með hugmyndir um hvernig ég get notað litina saman…

shiseido

Hér sjáið þið augnskuggapalletturnar úr haustlínunni  – það lak slef úr munninum á mér þegar ég sá þessar…!!!

shiseido2

Þessir litir heilla mig langmest af öllum. Ég er nú þegar búin að gera lúkk með þeim sem þið fáið að sjá á morgun. Bleiki liturinn var grunnur á innri hluta augnloksins og svo notaði ég plómulitinn til að gera skygginguna. Orange litinn setti ég svo bara aðeins á mitt augnlokið til að highlighta hina litina. Þetta kom hrikalega vel út – þó ég segi sjálf frá.

shiseido3

Pastel litirnir koma sterkir inní haustið samkvæmt mörgum förðunartískumiðlum. Ég er með nokkrar hugmyndir með þessa liti og ég hlakka til að sjá hvernig þeir koma út á mínum augum. Ég held að þeir séu eins flottir til að highlihta bæði andlitið og í kringum augun.

shiseido4

Þessir finnst mér trylltir! Hér sé ég fyrir mér að grunna með græna litnum innri hluta augnloksins. Nota svo svarta litinn til að skyggja augnlokið og loks þennan gula til að highlighta í augnkrókunum. Þessi er næst á prufulistanum mínum – lofa að sína ykkur útkomuna.

shiseido5

Ég hef áður líst dálæti mínu á þessum flottu augnskuggum. Þeir eru svo mjúkir og þægilegir í notkun og pigmentin eru mjög þétt og flott. Skuggarnir eru líka skemmtilegir að því leitinu til að það er hægt að leika sér svo með styrk litanna – það er auðvelt að gera litinn enn sterkari og svo á móti að draga aðeins úr þeim.

Hvernig líst ykkur á þessa ?

EH

p.s. – skil í próförk á morgun og prent á miðvikudaginn, þá lofa ég að kjafta almennilega frá og gefa ykkur smá vísbendingar á fallega verkefninu mínu <3

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Red Lips...

Skrifa Innlegg