fbpx

Red Lips…

Lífið MittLúkkmakeupNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniSmashboxSnyrtibuddan mínVarir

Þegar tilefnið er rétt þá á maður að fara alla leið með förðunina. Það gerði ég á síðasta fyrir viku síðan þegar ég steig aðeins útfyrir þægindarammann og skartaði eldrauðum vörum á dinner date-i við karlinn á Nauthól. Maturinn var hreint út sagt dásamlegur (sönnun þess finnið þið HÉR) og vegna frábærrar endingar varaglossins haggaðist hann ekki!

rauðarvarir9

Ég fékk nokkrar fyrirspurnir um hann og núna er hann loksins kominn í verslanir ásamt varablýantinum sem ég notaði frá sama merki – Smashbox!

Hér er ég sumsé með Always Sharp Lip Liner í litnum Ruby, alveg hárauður og Be Legendary Long-Wear Lip Lacquer í litnum Firecracker.

rauðarvarir10

Þetta eru alveg sjúklega flottar vörur, Always Sharp vörurnar frá merkinu eru bara snilld en í lokinu á linerunum er yddari svo þið yddið oddinn alltaf þegar þið skrúfið lokið á. Maður þarf aldrei að leita af yddara, bara lokar linernum aftur og þá er oddurinn pörfekt! Always Sharp eru líka til sem eyelinerar og nú loks í varablýöntum. Ótrúlega gott að nota þá, linerinn er mjúkur og rennur auðveldlega eftir vörunum. Ég notaði litinn til að móta varinrar undir glossinum og þá var ég enga stund að renna honum yfir. Glossinn er með sérstaklega þéttum lit og æðislegum glans eins og þið sjáið. Liturinn helst svo vel á og ótrúlega gott að vera með hann á úti að borða, því liturinn dofnaði ekkert og fór heldur ekki útum allt, hann var bara æði allan tímann!

rauðarvarir

Hér sjáið þið svo hinar vörurnar sem ég skartaði á húðinni þetta kvöld…

rauðarvarircollage

Diorskin Star farðinn & hyljarinn með, ég veit hreinlega ekki hvað ég myndi gera þessa dagana án þessa farða. Hann er í sérstaklega miklu uppáhaldi hjá mér alveg síðan ég fékk hann fyrst.

Le Sourcil Pro augabrúnablýantur og highlighter frá Lancome, skemmtilegur tvöfaldur augabrúnalitur með lit öðrum megin og ljósari lit til að highlighta hinum megin.

Rapid Brow augnháraserumið snilldarlega sem ég nota á hverjum einasta degi. Mér finnst það ekki bara auka vöxt háranna heldur er líka svo gott að notað það til að greiða úr hárunum og til að halda mótun augabrúnanna.

 Dream kinnaliturinn frá Maybelline er ótrúlega þægilegur í notkun en þessir hafa aldrei verið í úrvali hér á Íslandi. Ég nota reyndar líka mikið þá kremkinnaliti sem eru til hér frá merkinu.

Grandiose maskarinn frá Lancome stendur alltaf fyrir sínu, enn einn sá besti sem ég hef prófað gefur þétt og þykk augnhár og það er bara svo gaman að nota þennan sveigða háls sem er á burstanum.

Matt sólarpúður frá MAC, ég er í miklu auknari mæli farin að heillast að alveg möttu sólarpúðri mér finnst það bara svo æðislegt og þetta púður er í miklu uppáhaldi.

rauðarvarir7

Þetta er ótrúlega einfalt lúkk sem er ekta ég en ég náði að hrista aðeins uppí lúkkinu með þessum æpandi rauðu vörum.

rauðarvarir8

Rauðar varir eru bara skemmtilegar og flottar og algjörlega tímalausar. Ég ætti kannski að endurskoða þessa hræðslu mína við að skarta svona áberandi rauðum lit reglulega. Svo styttist nú í hátíðirnar og rauðar varir eru nú ekkert nema hátíðlegar!

En það eru til fullt af öðrum flottum litum af glossunum og ég girnist svolítið einn fjólubláan – en ekki hvað – sem væri góður í safnið ;)

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Til hamingju með afmælið Selected

Skrifa Innlegg