fbpx

Ólíkir augnskuggar í sama litatóni

AugnskuggarAuguÉg Mæli MeðmakeupMakeup ArtistMakeup TipsMaybellineMitt MakeupNáðu Lúkkinu

Nýlega prófaði ég tvo nýja augnskugga frá Maybelline. Aftan á augnskuggunum frá merkinu eru alltaf leiðbeiningar um hvernig er hægt að nota þá. Ég ákvað að fara eftir leiðbeiningunum og þrátt fyrir að þeir séu í sömu litatónum er úkoman mjög ólík.

Önnur augnskuggapallettan nefnist Diamonds. Augnskuggarnir eru með sanseraðri glimmeráferð. Augun fá fallega glowing áferð og litirnir sem ég valdi mér finnst mér henta dags daglega. Það eru fleiri til 6 litasamsetningar af þessum augnskuggum – önnur sem ég er spennt að prófa er með gráum og bleikum litum.

Smellið á myndina til að stækka hana og sjá förðunina betur.

Hér sjáið þið orange litinn sem ég prófaði og þennan með gráu og bleiku litunum – myndin er fengin af Facebook síðu Maybelline. Hinar litasamsetningarnar eru miklu ýktari – þær finnst mér frekar henta við hátíðleg tilefni þó það sé að sjálfsögðu hægt að nota þá hóflega til að fá náttúrulegt lúkk.

Hin pallettan nefnist Big Eyes – það eru fáanlegar 4 mismunandi litasamsetningar og ég er mjög skotin í þeim öllum. Aðferðin sem er sýnd aftan á er til að sýna hvernig er hægt að nota litina til að láta augun líta út fyrir að vera stærri. Þá er skær litur settur í augnkrókinn sem gefur augunum aukinn ljóma. Augnkuggarnir eru púðuraugnskuggar sem gefa mjúka áferð sem minnir helst á kremkennda augnskugga – mjög skemmtileg.

Smellið á myndina til að stækka hana og sjá förðunina betur.

Hér sjáið þið alla litina sem eru fáanlegir í Big Eyes skuggunum – ég prófaði þá sem eru lengst til hægri á myndinni.

Svona orange/náttúrulegir tónar finnst mér fara öllum augnilitum – þó sérstaklega bláum augum. Það er eitthvað sérstakt við það hvað orange tónar gefa bláum augum mikið lita búst – prófið. Rauðir litir koma alltaf mjög skemmtilega út á augum og þeir voru áberandi á tískupöllunum þegar sem tíska komandi vetrar var sýnd.

Ég hef alltaf kunnað vel við Maybelline augnskuggana – þeir eru einfaldir og þæginlegir í notkun og á mjög góðu verði. Þessum mæli ég með!

EH

Kaffibolli

Skrifa Innlegg