UPDATE – lesist fyrst: Eftir að hafa fengið frábær viðbrögð frá yndislegum lesendum þá er það á hreinu að þessi er fake. En fáránlega góð eftirlíking vá! Sérstakar þakkir fær hún Agata fyrir að hafa bent mér á videoið sem þið finnið í hennar athugasemd hér fyrir neðan. Ég trúði því eiginlega ekki að þetta væri ekta en það benti svo margt til þess að þessi væri samt ekta eftir allar mínar rannsóknir. Það er greinilget að týpur eins og ég sem reyna að ganga eins vel úr skugga að allt sé í lagi geta stundum látið ginna sig. Jább nú er ég hætt – hugsið ykkur hvað þetta er kaldhæðið hvað er langt síðan ég varaði ykkur við eftirlíkingum en samt fell ég sjálf fyrir þeim. Það gat líka ekki annað verið en að þetta væri fake – ég hef aldrei heyrt neinn slæman hlut um þessar pallettur ;):)
Ég get ekki líst því hvað ég er fúl yfir þessu þar sem ég borgaði fullt verð fyrir hana (sem ég taldi eitt merki þess að hún væri alvöru) – þessi verður ekki keypt í gegnum netið aftur, ég fær einhvern til að kaupa hana fyrir mig í Sephora í USA bara. En litirnir eru fáránlega líkir, eiginlega bara alveg eins – það er reyndar smá litamunur á myndunum (þeir eru ekki svona fjólubláir.
Takk fyrir skjót viðbrögð stelpur – þið eruð snillingar;)
Hér er svo pistillinn eins og hann birtist fyrr í dag….
Það kemur ótrúlega oft fyrir að ég fari að ykkar ráðum og kaupi mér snyrtivörur sem þið mælið með. Sú nýjasta er þessi hér fyrir neðan.Eftir að þið höfðuð lofað þessa hástert þegar ég kallaði eftir tilnefningum fyrir bestu snyrtivörur síðasta árs og þegar það munaði litlu á að þessir augnskuggar yrðu valdir þeir bestu varð ég bara að prófa. Ég hef aldrei prófað neinar vörur frá Urban Decay kannski bara af því þær eru ófáanlegar hér á Íslandi. En ég sló til og fann síðu sem var að selja Naked augnskuggapalletturnar. Mér leist langbest á pallettu nr. 2 og keypti hana því.Hún lá reyndar alltof lengi í óopuðum pakka þar sem hún kom stuttu áður en ég fór til Kaupmannahafnar og því gafst mér ekki tækifæri til að prófa hana almennilega fyr en í gærkvöldi.
Ég verð að fá að vera hreinskilin en ég varð fyrir smá vonbrigðum og því langar mig aðeins að kasta á ykkur sem þekkja vörurnar smá spurningu – eiga augnskuggarnir að vera svona harðir?
Ég er eiginlega á því að þeir séu jafnvel bara gamlir og hafi harðnað því ég átti í svo miklum erfiðleikum með að nota augnskuggana. Augnskuggarnir voru svo harðir að ég átti erfitt með að fá lit í burstann og þurfti að losa þá til með endanum á burstanum til að ná pigmentunum upp – þetta átti þó aðallega við möttu augnskuggana.
Hins vegar finnst mér litirnir sem eru alveg ótrúlega flottir og þetta er rosalega eiguleg palletta. Þegar ég nota augnskugga þá nota ég aldrei augnskuggagrunn undir af því ég vil bara sjá hvað þeir geta. Ég ætla þó að prófa það næst til að sjá hvort ég fái mögulega þéttari lit eða þá að nota kremaugnskugga undir til að litirnir verði líka aðeins sterkari.
Hér sjáið þið alla vega útkomuna hjá mér. Í staðin fyrir að vera með eyeliner þá notaði ég svarta matta augnskuggann og mér finnst hann bara alls ekki nógu þéttur því miður.
Svo ég kasti aftur á ykkur spurningunni til ykkar sem hafið reynslu af augnskuggunum – er þetta eðlilegt og ef svo er hvernig notið þið þá?
Ég fór aðeins á google áðan til að skoða farðanir og swaps af litunum og þetta passar ekki alveg ;)
Kannski er þetta síðan bara rugl í mér og ég þarf bara að gefa mér betri tíma til að prófa þá. En ég hef alla vega það fyrir reglu að gefast aldrei uppá snyrtivörum fyr en eftir nokkrar tilraunir – mér finnst það ágæt regla. Eins og með allt sem er nýtt þá þarf maður kannski bara að venjast og læra að nota það :)
EH
Skrifa Innlegg