fbpx

Nýtt í snyrtibuddunni: CC pennar

Ég Mæli MeðmakeupMakeup ArtistMakeup TipsMax FactorNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Það eru nokkrir mánuðir síðan einn af lesendum mínum færði mér fréttir um spennandi nýjungar frá Max Factor. Ég heillaðist samstundis af vörunum og notagildi þeirra og var ekki lengi að tryggja það að þegar nýjungarnar kæmu fengi ég fyrst að vita það. Í gær og í dag mættu þessar skemmtilegu nýjungar svo í verslanir…

ccsticks4

Hér sjáið þið nýju CC pennana frá Max Factor. Ef þið eruð ekki enn búnar að heyra hvað CC stendur fyrir þá er það Colour Correcting eða litaleiðrétting. Hugsunin með CC kremunum er að nýtast við liti til að draga úr öðrum óvelkomnum litum og fegra þannig litarhaft húðarinnar. Að nota litatæknina er eitthvað sem við förðunarfræðingar lærum í námi okkar og getur nýst manni ótrúlega vel. Síðustu ár hefur það færst í aukana að snyrtivörumerki hafa nýtt sér tækni förðunarfræðinga til að búa til nýjungar og þar má helst nefna primera og stafrófskremin.

Ég hef eins og á við nánast allar snyrtivörur sem koma út á Íslandi fjallað mikið um stafrófskrem og hef tekið það fram að mér finnist litlausu CC kremin (eða öll sem koma ekki brún útúr túbunni) standa frekar fyrir það að litaleiðrétta, þessi sem eru brúntóna laga meira heildaryfirbragð húðarinnar og gera litarhaftið sannarlega fallegra. Hér eru á ferðinni þó 6 mismunandi litir í formi þess sem mig langar helst að kalla vaxliti og þeir virka.

Litirnir eru misþéttir og þekjandi og taka á hinum ýmsu óæskilegu litum.

ccsticks

Hér sjáið þið litina á handabakinu mínu í flassi.

ccsticks2 Hér sjáið þið þá án flassins.

Litirnir sem eru fáanlegir og virkni þeirra er eftirfarandi, þeim er raðað upp eftir röðun þeirra á myndunum fyrir ofan:

Bleikur:
Leiðréttir húðbletti sem geta myndast á húðinni. Oft eru það blettir sem myndast með aldrinum og eru oft hormónatengdir.
Bleiki liturinn er æltaður ljósri húð.

Orange: 
Leiðréttir húðbletti sem geta myndast á húðinni. Oft eru það blettir sem myndast með aldrinum og eru oft hormónatengdir.
Orange liturinn er æltaður dökkri húð.

Highlighter (ljósar umbúðir):
Léttur highlighter sem gefur létta sanseraða perluáferð. Hann er ætlaður til að móta andlitið, til að lýsa upp svæði
sem þið viljið draga athygli að. Eins og kinnbein, augnkróka og í kringum varir.

Fjólublár:
Ef þið eruð með húð sem sýnir það vel þegar þið eruð þreyttar og fær yfir sig gráa tóna, litríka bauga og gula flekki þá er þetta þreytubaninn mikli. Hér myndi ég bara bera hann beint á svæðin sem þið viljið draga úr, setja þann grunnfarða sem þið notið yfir og blanda vel saman.

Gulur:
Hér er á ferðinni glæsilegur hyljari sem er ætlaður í kringum augun enda stendur á honum Corrects Under Eye Circles. Penninn er líka frábært að nota til að móta andlitið þá nota ég þennan sem ljósa litinn á móti öðrum dekkri. Þennan eins og aðra hyljara nota ég yfir grunnfarða.

Græni:
Hér er einn nauðsynlegasti liturinn á ferðinni, græni liturinn dregur nefninlega úr rauðum og því dásamlegur þegar þarf að fela sár í andliti t.d. eftir bólur, eða þegar þarf að fela bólgur og leiðindi. Aftur set ég þennan undir grunnförðunarvöru og blanda vel saman.

MF-colour-corrector-sticks-wheel-lgn

Svo ég taki fram þá sem eru í uppáhaldi hjá mér og ég mæli hiklaust með fyrir alla er guli blýanturinn sem á að nota í kringum augun og highlighterinn. Ég á ekki beint við nein litavandamál að stríða í húðinni og þessir eru svona basic. Þessir eru þó að standa sig vel í förðunarverkefnum og munu gera það áfram í framtíðinni. Ef þið eigið við litavandamál að stríða í húðinni og hafið ekki verið að finna CC krem sem hentar ykkur þá ættuð þið kannski frekar að skoða þessa blýanta og nota bara fallegan farða eða BB krem með.

Ég er svo að plana að setja saman smá sýnikennslu fyrir þessa seinna í sumar til að sýna ykkur þá betur og búa til einhvers konar kort yfir andlitið mitt um hvernig á að nota þá – held það gæti verið mjög skemmtilegt og gæti nýst ykkur sem eruð að pæla í þessum.

Það eru alltaf nóg af spennandi nýjungum í snyrtivöruheiminum og eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að kynnast þeim og kynna þær fyrir ykkur – þeim sem mér finnst þess verðugar það er ;)

EH

Pennana sem ég nota í þessari færslu fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

 

Tímabilafarðanir: Roaring twenties

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

 1. Sigurlaug

  2. July 2014

  Veistu hvar hægt er að kaupa pennana?

  • Max Factor fæst í Hagkaupum, Lyf og Heilsu, Árbæjarapóteki, Duty Free á ótrúlega mörgum stöðum :D

 2. Var að kaupa mér gula í dag og hlakka til að prufa. Uppáhalds CC kremið mitt er fra MF þannig að ég hef háar væntingar :)

 3. Bára

  3. July 2014

  Djöfulsins snilld !! Ég þarf eiginlega að eignast Highlighterinn, gula og græna. ….aumingja vísakortið