fbpx

Nýtt í Snyrtibuddunni

BourjoisEyelinermakeupMakeup TipsNýtt í snyrtibuddunni minni

Nýjustu snyrtivörurnar mínar eru þessir eyelinerar frá franska merkinu Bourjois – sem á einmitt 150 ára afmæli í ár! Eyelinerarnir gefa allir frá sér flotta sterka liti og margir með smá metallic áferð. Við ásetningu eru litirnir kremaðir en eftir augnablik þá þorna þeir og haggast ekki – flottir eyelinerar til daglegra nota og við aðeins skemmtilegri og fjörugri tilefni!

Mig langaði aðeins að sýna ykkur hvers máttugir eyelinerarnir eru í raun þannig ég skellti í þrjú mismunandi lúkk – líka til að gefa ykkur nokkrar nýjar hugmyndir um hvernig þið getið notað eyelinerana ykkar.

  • Hér er ég búin að dreifa úr eyelinernum og gera hann að augnskugga. Liturinn þornar vel svo það myndast engar línur í augnförðunina sem gerist stundum þegar maður er með kremaða augnskugga á augnlokinu – sérstaklega hjá þeim sem eru með olíumikil augnlok.
  • Brúni liturinn heitir, Crazy About Brown nr. 49 og svarti liturinn sem ég setti bara í augnhvarminn heitir, Atomic Black nr. 48.

  • Með þessa tvo liti ákvað ég að láta þá renna saman. Áður en liturinn þornar þá er hann kremaður og mjög meðfærilegur. Byrjið á því að setja svarta litinn og smudge-ið aðeins út línuna til að fá mjúka áferð á augnumgjörðina – passið að setja litinn ekki alveg innað innri augnkróknum. Setjið svo silfraðablýantinn og látið hann ná að svörtu línunni og blandið litunum varlega saman – en alltaf þannig að þið dragið silfraða litinn yfir þann svarta. Svo setti ég svarta litinn í augnhvarmana.
  • Silfraði liturinn heitir, Disco Ball nr. 52 og svarti liturinn heitir, Atomic Black nr. 48.

  • Í þriðja og síðasta lúkkinu ákvað ég svo að nota tvo ólíka græna liti og setja einn meðfram efri augnhárunum og annan meðfram þeim neðri. Ég smudge-aði svo aðeins út línurnar svo augun fengju mýkri umgjörð.
  • Dekkri liturinn sem er meðfram efri augnhárunum heitir, Loving Green nr. 50 og ljósgræni liturinn sem er meðfram neðri augnhárunum heitir, Morning Lime nr. 53.

Ég vona að þessi lúkk veiti ykkur innblástur til að leika ykkur aðeins með eyelinerana. Það er svo mikið af snyrtivörum sem er hægt að nota á annan hátt en endilega það sem nafnið á vörunni gefur til kynna. Eins og þið sjáið á efsta lúkkinu þá get eyelinerar líka verið fullkomnir augnskuggar.

Svo er eitt trix í viðbót sem mig langar að deila með ykkur. En þegar ég er að gera svona umfjallanir eins og um vörur sem fara á augun þá vil ég helst ekki að neitt annað sé mikið að draga athyglina að sér þess vegna hef ég varirnar alveg hlutlausar. En af því mínar virðast helst vilja vera þurrar og frekar leiðinlegar þá er ég búin að venja mig að vera annað hvort með nude varasalva eða highlighter – en ég er einmitt með highlighter á vörunum á þessum myndum. Þetta er líka sniðugt fyrir þær sem nenna ekkert að vera að pæla í vörunum á sér en leyfa þeim samt að fá smá glans – svo er þetta líka sniðugt við dökkt smoky – ég var alla vega mjög oft í vandræðum með að finna eitthvað sem mér fannst passa við augun á varirnar – ekki lengur! Highlighterinn sem ég er með hér heitir Halo Highlighting Wand frá Smashbox og er í litnum Pearl.

Góða helgi! – sýnikennslu video-ið verður tekið upp um helgina og frumsýnt hér í næstu viku, sry töfina:/

EH

La Vie en Rose

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð