Það er fátt sem ég á meira af í fataskápnum en skyrtur. Ég get bara lítið gert af öllum þessum kaupum ég bara elska skyrtur. Ég vel mér þá helst síðar skyrtur, ég elska að geta bara skellt mér í þægilega skyrtu á morgnanna við t.d. sokkabuxur og flotta skó eða jafnvel bara góðar buxur. Minn stíll er mjög klassískur og einfaldur og eins og ég hef sagt í mörgum viðtölum þá einkennist hann af skyrtum en ein slík bættist við í safnið í gær….
Skyrtan blasti við mér þegar ég var í vinnunni í Vero Moda í gær, ég var að labba inní búð og ákvað að labba í gegnum Selected og þá sá ég glitta í þetta skemmtilega munstur. Þegar ég tók flíkina af slánni sá ég að þarna var eitt af mínum uppáhalds skyrtu sniðum frá merkinu en ég á held ég alla vega sömu skyrtu í þremur öðrum printum en ég fæ bara alls ekki nóg – HÉR sjáið þið t.d. eina þeirra.
Skyrtan er bara á svo góðu verði 12.990kr og ég get ekki sagt ykkur hvað ég nota skyrturnar sem ég á fyrir mikið því ég hef ekki tölu á þeim. Það besta sem ég veeit er að þær eru svo ágætlega settlegar og smart og passa því auðveldlega við svo mörg tilefni. Ég á bara skyrtur í dökkum printum svo ég ákvað að kaupa mér eina hvíta með þessi skemmtilega kassalaga marmaramunstri. Er maður ekki alveg í tískunni núna í marmaraskyrtu ;)
Mig langaði líka lúmskt að sýna ykkur kúluna eins og hún var í gær en hún var alveg huges en ég var einmitt að skrifa um það um daginn eða í síðustu dressfærslu hvað ég skildi ekkert hvað væri í gangi með hvað hún breytist með hverjum deginum sem líður – stækkar og minnkar eftir sinni hentisemi.
Ég mæli að sjálfsögðu líka með þessari gersemi fyrir allar óléttar konur ég er bara í minni stærð nr. 38 og hún passar bara virkilega vel. Svo verður frábært að nota þessa á brjóstagjafatímabilinu, bara hneppa aðeins niður vera í gjafahaldara eða kjól innan undir og þá verður þetta lítið mál. Ég var einmitt að hugsa um það um daginn að ég þyrfti nú að fara í gegnum fataskápinn og passa vel uppá þær flíkur sem reyndust mér vel í brjóstagjöfinni síðast en þá kemur sér vel að eiga fjórar svona fínar skyrtur!
Þessi er í dressi dagsins :)
EH
Skrifa Innlegg