fbpx

Annað dress: Jimmy Choo

Annað DressBourjoisLífið MittNýtt í FataskápnumShop

Á miðvikudaginn var ég boðin í útgáfuhóf vegna komu Jimmy Choo ilmvatnanna til Íslands. Þau eru alveg stórglæsileg og það var ótrúlega gaman að fræðast um þetta flotta fyrirtæki, upphaf þess og fólkið á bakvið merkið. Ég hlakka til að skila ykkur greinagóðri umfjöllun um ilmina en ég er alveg heilluð af ilminum sem nefnist Flash sem er ólíkur flestum sem ég hef prófað – þessi er nefninlega ekki með grunn, hjarta og toppnótum heldur er hann blómvöndur af dásamlegum blómum.

Ég nýtti tækifærið og klæddist nýrri flík í fataskápnum mínum sem ég klæddist líka í annarri myndatöku fyrr um daginn fyrir Vikuna en allt um það eftir nokkrar vikur :)

annaðdressskyrta3

Ég á alltaf ótrúlega erfitt með að segja nei við síðum skyrtum því ég veit fátt þægilegra. Hún Anna sem er verslunarstjóri í Selected þekkir þennan veikleika minn vel og þegar fallegar skyrtur mæta í búðina er ég ein af þeim fyrstu sem fá að vita af því – það er ótrúlega gott að eiga gott fólk í uppáhalds búðunum sínum!

annaðdressskyrta4

Mér finnst munstrið líka alveg hrikalega skemmtilegt en ég elska þetta snið – ég á nú þegar aðra svona sem er svört með hvítum línum sem móta skemmtilegt og öðruvísi munstur. Verðmiðinn er til fyrirmyndar og þær fara sjúklega vel í þvotti – hin skyrtan mín hefur meirað segja einu sinni laumast í þvott og það sér ekki á henni – hún lifði það vel af!

annaðdressskyrta2

Skyrta: Selected Smáralind
Sokkabuxur: Shock Up 60 den frá Oroblu – uppáhalds og jólasokkabuxurnar í ár!
Sokkar: Glimmersokkar frá Selected – flottir til að poppa uppá dressið.
Skór: Bianco – þægilegstu hælarnir mínir og mér finnst svo skemmtilegt hvernig þeir koma út með sokkunum.

annaðdressskyrta
Förðunin var þægileg og fljótleg – svartur eyeliner með spíss og varalitur frá Bourjois – Rouge Edition Lipstick litur nr. 28 en hann er skemmtilega sanseraður og frískandi finnst mér. Ég valdi að vera með flottan varalit þó svo það myndi óumflýjanlega draga athyglina að vörunum mínum en húðin mín er að fara hamförum þessa dagana og er að steypast út í bólum – í kringum varirnar, ég er búin að vera að skrúbba, skrúbba, skrúbba og vona að ástandið fari að lagast!

Njótið þessa fallega dags – það ætla ég að gera á jólaballi með mínum.

EH

p.s. ég hef ekki haft tíma til að fara yfir allar umsóknirnar sem borist hafa vegna prófana á Birtu línunni frá Sóley en það verður verk morgundagins. Takk kærlega fyrir að vera svona áhugasamar ég á eftir að verða í miklum vandræðum með að velja.

3. í aðventu, hátíðlegt frá Bobbi Brown

Skrifa Innlegg