fbpx

Nýtt í fataskápnum

Ég Mæli MeðFallegtFashionLífið MittMyndirNýtt í Fataskápnum

Ég gerði mér ferð í Hafnafjörðinn fyrir helgina til hennar Andreu minnar í AndreA Boutique. Ég verð alltaf veik fyrir svo mörgu í búðinni hennar þegar ég kíki við það sem fangaði athygli mína að þessu sinni voru nýju vörurnar hennar sem ég sýni ykkur betur innan skamms. Ein flík fékk þó að fylgja með og hún var notuð strax á Laugardaginn. Þið tókuð kannski eftir henni í umfjöllun minni um The Coocoo’s Nest – HÉR.

andrea andrea2 andrea3 Screen Shot 2013-10-06 at 10.15.45 PM

Æðislegur léttur kjóll úr björtum litum sem ég sé fyrir mér að ég geti notað mjög mikið. Ég er miklu meira fyrir svona víðar flíkur ég vil alls ekki láta þrengja að mér;)

Hlakka til að nota þessa sem mest á næstunni.

Myndirnar eru að sjálfsögðu teknar á nýju Canon EOS 5 fyrir utan þá neðstu sem er tekin á símann. Meira um vélina HÉR.

EH

Litaðir maskarar #4

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

 1. Arna

  8. October 2013

  Hæ hæ :)

  Hvar fékkstu leðurbuxurnar sem þú ert í á efri myndunum ? :)

   • Arna

    8. October 2013

    Takk fyrir æðislega :) Svo smart stelpa ! :)

 2. Anna

  21. March 2014

  Afskaplega fínt – hvaðan er hálsmenið sem þú ert með á fyrstu myndunum?

  • Þetta er frá henni Steinunni Völu – Hring eftir Hring. Ég keypti það á vinnustofunni hennar í Skipholtinu. En það fæst á öllum sölustöðum Hring eftir Hring ;)

 3. Anna

  21. March 2014

  Þúsund þakkir :)