fbpx

Nýtt frá MAC – nýtið ykkur 20% afslátt í Debenhams dag!

AugnskuggarÉg Mæli MeðFallegtFashionLúkkMACmakeupMakeup ArtistNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniSS14

Fyrir nokkru síðan kom ný vörulína í verslanir MAC á Íslandi – línan nefnist A Fantasy of Flowers og hún inniheldur mjög litríkar vörur sem smellpassa fyrir vorið framundan. Línan inniheldur mikið af Mineralize vörum eins og augnskuggum, kinnalitum og skinfinish púðrum. Mineralize vörurnar frá MAC eru mjög mjúkar og gefa þar af leiðandi virkilega fallega áferð á húðina. Augnskuggana má líka nota blauta en þá gefa þeir mjög þéttan lit en samt halda þeir í mjúku áferðina. mac_fantasyofflowersgroup001Hér sjáið þið vörur úr línunni og eins og þið sjáið eru fjórir augnskuggar saman í boxi – svo þetta er dáldið eins og mini palletta! Þrátt fyrir að vera kannski ekki í jafn stórum umbúðum og pallettur frá öðrum merkjum þá er innihaldið ekkert minnna.

Ég fékk að prófa nokkrar vörur og ég ákvað að sjálfsögðu að prófa að bleyra uppí augnskuggunum. Mér finnst það ótrúlega sniðugt þar sem maður fær eiginlega meira fyrir minna þegar maður kaupir þannig augnskugga. Svo er auðvitað hægt að nota þessa liti ekki bara sem augnskugga heldur líka sem eyelinera sem gefa þá ótrúlega mjúka skyggingu í kringum augun en það var nákvæmlega það sem ég gerði líka!flowersmaccollageHér sjáið þið förðun sem ég gerði með einum af augnskuggunum úr línunni – liturinn heitir Golden Hours og mun henta langflestum augnlitum ef ekki bara öllum. Ég er reyndar búin að nota þessa augnskugga meira en bara fyrir þessa mynd. Hér fyrir ofan sjáið þið hvernig ég fékk smá innblástur frá Cut Crease augnförðun en svo hef ég líka gert mjúkt smoky lúkk með þessum augnskuggum sem kom mjög vel út. Birtan var hins vegar ekki alveg uppá sitt besta þegar ég tók myndir en engu að síður ákvað ég að smella einni mynd með.flowersmac3Ég ákvað líka að skarta sama glossinum á vörunum en hann heitir Galaxy Rose og er með mjög fallegum og mjúkum lit. flowersmac2Hér sjáið þið betri myndir af vörunum sjálfum – eða þeim sem ég prófaði:

  • Cremesheen Glass í litnum Galaxy Rose.
  • Varalitur Dreaming Dahlia með Lustre áferð.
  • Mineralize Eyeshadow í litnum Golden Hours.

flowersmacHér sjáið þið svo varalitinn Dreaming Dahlia sem smellpassar inní orange varalitatrendið sem verður í sumar. Liturinn er með léttum kóral undirtóni og Lustre áferðin skilar léttum en jöfnum lit sem er auðvelt að bera á.

Þó ég sé alltof sein á mér að skrifa um þessa línu veit ég að það er enn eitthvað af vörum úr henni til. Ég mæli með því að þið nýtið ykkur 20% afsláttinn sem er búinn að vera síðustu daga inní MAC Debenhams í tilefni Megadaga sem einmitt klárast í dag!!!

EH

Nýir í skóskápnum: Espadrillur

Skrifa Innlegg