fbpx

Nýtt: Dior veski

DiorFashionJólagjafahugmyndir

Dior er eitt af mínum uppáhalds tískuhúsum. Þetta er merki sem mér finnst ná að sinna öllu sínu mjög vel og það er mikið samstarf á milli deilda. Síðasta sumar kom t.d. augnskuggapalletta í tveimur mismunandi litum en umbúðirnar hannaði aðal skargripahönnuður merkisins. Fötin eru falleg, ilmirnir dásamlegir, skartgripirnir smekklegir og snyrtivörur sem eru miklar gæða vörur.

Gjafaöskjurnar sem komu frá merkinu fyrir jólin eru þær fallegustu sem ég hef séð. Það er lagt ótrúlega mikið í vörurnar og þá sérstaklega umbúðirnar. Ég er heilluð af einu veskinu sem inniheldur 6 augnskugga, 2 varalitir, 2 varaglossa, púður, maskara og 2 bursta. Það er ekki bara innihaldið sem heillar heldur taskan sjálf – loksins hefur draumur minn ræst og ég á ekta Dior veski!!!

Inní veskinu sjálfu er smá standur þar sem förðunarvörurnar eru í ég tók hann bara uppúr, hafði lokið yfir vörunum og smellti því í skúffuna á snyrtiborðinu mínu þar sem það smellpassaði.

Hér sjáið þið myndir af veskinu og vörunum.

Í næstu viku koma svo nokkur lúkk hingað á síðuna með þessum flottu augnskuggum. Mér finnst nú ekki amalegt að fá svona flottar snyrtivörur og veski með sem er hægt að nota á hverjum degi. Verðið er hlægilegt miðað við að fá þarna tösku sem hægt er að nota. Síminn, kortin og snyrtivörur til að lagfæra smellpassa í veskið – hvað meira þarf maður.

Klárlega ein af jólagjöfunum í ár – segið köllunum ykkar frá þessari!

Þessi fæst t.d. í Hagkaupum, Sigurboganum og held ég Debenhams.

EH

 

Miðnætursprengja í Smáralind - Tilboðin!

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. alexandra

    14. November 2013

    hvaða verð er á þessu? :)

  2. elísa

    14. November 2013

    Væri frábært ef þú gætir byrjað að nefna verðið í færslunum hjá þér.

    • Reykjavík Fashion Journal

      15. November 2013

      Ég hef hugsað það en mer finnst það svo erfitt þvi verðin geta verið misjöfn eftir verslunum…:/ en ég reyni þó að svara því þegar ég er spurð í athugasemdum:) er eh sérstök vara sem þig langar að vita um?

      • elísa

        17. November 2013

        Já en væri samt fínt að vita svona uþb, verðið er aldrei það misjafnt. En svo sem ekkert sérstakt, margar vörur sem ég hef áhuga á í færslunum hjá þér og væri þá fínt að vita uþb verðið :) Hef líka spurt nokkrum sinnum og venjuleg ekki fengið svör :-/

        • elísa

          17. November 2013

          sé t.d. að þú svaraðir ekki alexöndru hér fyrir ofan….

          • Reykjavík Fashion Journal

            17. November 2013

            æjj það þykir mér ótrúlega leiðinlegt að heyra, ég viðurkenni það alveg að ég gleymi að svara alltof mörgum athugasemdum sem mér finnst mjög leiðinlegt – líka póstum – ég hef bara einfaldlega ekki undan að svara öllum en ég er að reyna að taka mig á, lofa:) En þessi taska er á u.þ.b. 17000kr minnir mig í Hagkaupum :)