DIY:GUCCI SNYRTITASKA YFIR Í VESKI

DIYHUGMYNDIRLOOKNEW INTÍSKAUPPÁHALDS

Søndag vibes🥀

A post shared by Sigríður🌹 (@sigridurr) on

Um daginn var ég svo heppin að fá að velja mér fallegan hlut í kaupbæti í Magasin hér í Köben en ég valdi mér fallega GUCCI snyrtitösku sem ég ákvað að breyta síðar yfir í tösku! Ég & Gummi kíktum í saumabúð & kepytum við fallega gullkeðju í stíl við töskuna. Gummi hefur þekkingu á fatahönnun & saumaskapi (annað en ég..) þannig hann skellti gullkeðjunni á snyrtitöskuna fyrir mig & ég er sjúklega ánægð með útkomuna! Taskan er svört velvet með gulllituðum GUCCI stöfum að framan en taskan er mjög stílhrein & falleg.

Þetta er mjög sniðug hugmynd þar sem töskurnar frá GUCCI eru í dýrari kantinum – ég mun örugglega fara vinna með þessa hugmynd þar sem fullt af fallegum merkjum gefa oft út fallegar snyrtitöskur eins & merking GUCCI, YSL, Dior & margt fleira.

Endilega segið mér hvað ykkur finnst!!

I got this GUCCI beauty bag at Magasin in Copenhagen – I wanted to turn the beauty bag into purse! I bought a beautiful gold chain for the bag and I am really happy with the result! The beauty bag actually looks like a purse right now which is amazing!

I think I might do this again if I find another good looking beauty bag! A lot of expensive brands like; GUCCI, YSL, Dior & more make beautiful beauty bags that comes with their products.

Please tell me what you think of my transformation!!

x

Snyrtitaskan fyrir/The beauty bag before –  Ég setti gullkeðju á snyrtitöskuna & ég er ekkert smá ángæð með útkomuna/I put a gold chain on the GUCCI beauty bag & I am really happy with the result –
Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á Snapchat undir nafninu siggamagga

img_9863

Nýtt: Dior veski

DiorFashionJólagjafahugmyndir

Dior er eitt af mínum uppáhalds tískuhúsum. Þetta er merki sem mér finnst ná að sinna öllu sínu mjög vel og það er mikið samstarf á milli deilda. Síðasta sumar kom t.d. augnskuggapalletta í tveimur mismunandi litum en umbúðirnar hannaði aðal skargripahönnuður merkisins. Fötin eru falleg, ilmirnir dásamlegir, skartgripirnir smekklegir og snyrtivörur sem eru miklar gæða vörur.

Gjafaöskjurnar sem komu frá merkinu fyrir jólin eru þær fallegustu sem ég hef séð. Það er lagt ótrúlega mikið í vörurnar og þá sérstaklega umbúðirnar. Ég er heilluð af einu veskinu sem inniheldur 6 augnskugga, 2 varalitir, 2 varaglossa, púður, maskara og 2 bursta. Það er ekki bara innihaldið sem heillar heldur taskan sjálf – loksins hefur draumur minn ræst og ég á ekta Dior veski!!!

Inní veskinu sjálfu er smá standur þar sem förðunarvörurnar eru í ég tók hann bara uppúr, hafði lokið yfir vörunum og smellti því í skúffuna á snyrtiborðinu mínu þar sem það smellpassaði.

Hér sjáið þið myndir af veskinu og vörunum.

Í næstu viku koma svo nokkur lúkk hingað á síðuna með þessum flottu augnskuggum. Mér finnst nú ekki amalegt að fá svona flottar snyrtivörur og veski með sem er hægt að nota á hverjum degi. Verðið er hlægilegt miðað við að fá þarna tösku sem hægt er að nota. Síminn, kortin og snyrtivörur til að lagfæra smellpassa í veskið – hvað meira þarf maður.

Klárlega ein af jólagjöfunum í ár – segið köllunum ykkar frá þessari!

Þessi fæst t.d. í Hagkaupum, Sigurboganum og held ég Debenhams.

EH