fbpx

DRAUMATASKA

LÍFIÐTÍSKA
*Vörurnar fékk greinahöfundur að gjöf frá AndreA

Halló!

Ég fékk svo ótrúlega fallega gjöf um daginn frá Andreu vinkonu minni og sambloggara hérna á Trendnet sem mig langar svo að deila með ykkur. Þetta var algjörlega óvænt gjöf og svo falleg hugsun á bakvið. Gjöfin voru töskur frá hennar eigin merki og hönnun AndreA, sem heita “All in” Tote bag  og Vanity Clutch. En ekki nóg með það þá var hún einnig búin að setja bleyjur og blautþurrkur ofan í töskuna (hversu sætt!). Þannig ég mun vera aðal skvísumamman með fallegustu skiptitöskuna en þetta er eins og Mary Poppins taska því það kemst allt í hana sem hentar vel fyrir þá sem eru mikið á ferðinni. Þetta er líka taska sem ég veit að ég mun eiga í mörg ár og er algjör klassík að mínu mati.

Það er líka gaman að segja frá því að ég er búin að vera mikill aðdáandi merkisins og verslunarinnar AndreA í mörg ár. Þessi verslun er nefnilega staðsett í hjarta Hafnarfjarðar, þar sem ég ólst upp og má segja að AndreA sé búðin okkar mömmu en okkur finnst ótrúlega gaman að gera okkur glaðan dag og kíkja þangað. Ég verð nú aðeins að peppa fjörðinn minn, einsog sannur hafnfirðingur. Ég mæli með að gera sér glaðan dag, fara á BRIKK og kíkja síðan í AndreA á Norðurbakkanum. Uppskrift af æðislegum laugardegi!

“All in” Tote bag er gullfalleg leðurtaska og hún er svo vel út pæld hjá Andreu. Hentar fullkomlega fyrir þá sem eru mikið á ferðinni, sem einkennir finnst mér íslendinga og maður er oft að fara gera margt sama daginn. Það er hægt að nota þetta sem skiptitösku, skólatösku, vinnutösku og bara fyrir allt og ekkert. Ég er alveg í skýjunum með þessa gullfallegu tösku!

Smáatriðin á töskunni eru svo falleg

Eins og ég sagði að ofan þá er taskan einstaklega vel út pæld. Það eru tvö stór hólf á henni og auðveldlega hægt að geyma tölvu, bækur og minni tösku. Mér finnst líka algjör snilld að hægt sé að loka töskunni og að það séu minni handföng ef maður vill ekki hafa hana á öxlinni. Smáatriðin inn í töskunni eru líka einstaklega skemmtileg og setja punktinn yfir i-ið.

Þessi taska er búin að vera í stanslausri notkun hjá mér. Hin taskan eða veskið sem ég fékk, Vanity Clutch er hægt að nota á marga vegu. Ég er búin að nota mína mikið eina og sér. Hægt að nota hana hversdags og líka ef maður er að fara eitthvað fínt. Síðan er þetta æðisleg snyrtibudda til að hafa ofan í stórutöskunni.

Það kemst líka lygilega mikið í þessa tösku, einnig er hún með sama fallega munstrinu að framan og inn í veskinu

Það eru til margir litir og meira úrval af fallegum töskum hjá Andreu. Við systkinin gáfum einmitt mömmu okkar Fanny töskuna og er mamma varla búin að taka hana af sér. Hún er klárlega komin á óskalistann minn!

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

 

AF HVERJU AÐ NOTA AUGNKREM?

Skrifa Innlegg